Fjallskilanefnd - 9. fundur - 29. mars 2017

 

 

Dagskrá:

1.  

Útigangsfé í Arnarfirði - 2017030100

 

Formaður fjallskilanefndar leggur fram tölvupóst, dags. 28. mars 2017, frá Matvælastofnun varðandi útigangsfé í Arnarfirði.

 

Fjallskilanefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar að senda hlutaðeigandi gangna- og réttarstjóra svæðisins frá Hjallkárseyri að varnargarði á Mjólkárhlíð, Steinari R. Jónassyni, erindi þess efnis að sést hafi fé á hans leitarsvæði.

 

   

2.  

Fjallskil 2017 - 2017030104

 

Formaður fjallskilanefndar kynnir fyrirhugaðan fund formanna fjallskilanefnda í fjallskilastjórn.

 

Fjallskilanefnd Ísafjarðarbæjar felur formanni fjallskilanefndar Ísafjarðarbæjar að boða til fundarins og vera fulltrúi Ísafjarðarbæjar á fundinum.

 

   

3.  

Fjallskilasamþykkt, skilgreining á einstaka greinum. - 2017030105

 

Umræða um einstaka greinar fjallskilasamþykktar fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur.

 

Fjallskilanefnd Ísafjarðarbæjar felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar að fá álit bæjarlögmanns á 11. gr. og 12. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur.

 

   

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00

 

 

Ásvaldur Magnússon

 

Ómar Dýri Sigurðsson

Svala Sigríður Jónsdóttir

 

Brynjar Þór Jónasson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?