Fjallskilanefnd - 3. fundur - 27. júní 2013

3. fundur fjallskilanefndar var haldinn  í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 27. júní 2013 og hófst hann kl. 16:00.

 

Fundinn sátu:

Ásvaldur Magnússon, formaður, Ómar Dýri Sigurðsson, Sighvatur Jón Þórarinsson,

Svala Sigríður Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Karl Guðmundsson og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jóhann Birkir Helgason.

 

Dagskrá:

  1. 1.      Fjallskil. 2013-04-0017.

Formaður kynnti nefndarmönnum bréf dags. 5.apríl 2013 sem sent var gangna- og réttarstjórum þar sem óskað var eftir upplýsingum um fjölda dagsverka/manna (smala og fyrirstaða) á þeirra svæðum.

Formanni falið að vinna áfram að málinu.

  1. 2.      Fjallskil 2013. 2013-04-0017.

Fjallskilanefnd leggur til að smölun fari fram á þann veg að bændur og aðrir fjáreigendur smali eftir niðurröðun í sláturhúsi.

Fyrri leitir verði laugardaginn 21. september nk. og seinni leitir 5. október nk.

Fé úr seinni leitum verði ekki sleppt í haga fyrr en eftir 14. október n.k.

 

Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði gangna- og réttarstjórar í Ísafjarðarbæ.

Í Skutulsfirði:

Hraunsrétt:
    Hjálmar Sigurðsson.

Kirkjubólsrétt:
    Kristján Jónsson.

Arnardalsrétt:
    Þorbjörn J. Jóhannesson.

Í Súgandafirði.

Keflavík að Seli:
    Svavar Birkisson.

Frá Seli að Sunddal:
    Karl Guðmundsson.

Sunddalur fyrir Sauðanes að Flateyri:
    Þorvaldur H. Þórðarson.

Í Önundarfirði:

Svæði 1. Frá Flateyri að Breiðadalsá:
    Ásvaldur Magnússon.

Svæði 2. Frá Breiðadalsá að Vífilsmýrum:
    Magnús H. Guðmundsson.

Svæði 3. Vífilsmýrar að Þórustöðum:
    Ásvaldur Magnússon.

Svæði 4. Þórustaðir að Ingjaldsandi:
    Guðmundur St. Björgmundsson og Martha Sigríður Örnólfsdóttir.

Í Dýrafirði, Mýrahreppi hinum forna:

Svæði 1. Ingjaldssandur:
    Elísabet Pétursdóttir.

Svæði 2. Frá Fjallaskaga um Ytri- Hlíðar, Nesdal og Barða:
    Elísabet Pétursdóttir.

Svæði 3. Frá Fjallaskaga að Alviðru:
    Hermann Drengsson.

Svæði 4. Alviðrufjall og Núpsdalur:
    Guðmundur Ásvaldsson og Jón Skúlason.

Svæði 5. Frá Hvassahrygg að Glórugili:
    Jón Skúlason og Karl A Bjarnason

Svæði 6. Frá Glórugili að Höfða:
    Hermann Drengsson og Steinþór A. Ólafsson.

Svæði 7. Höfði að Botnsá:
    Sighvatur Jón Þórarinsson og Guðmundur Steinþórsson.

Í Dýrafirði, Þingeyrarhreppi hinum forna:

Svæði 1. Frá Botnsá að Þingeyri:
    Ómar Dýri Sigurðsson.

Svæði 2. Brekkudalur að Kirkjubólsdal:
    Guðrún Steinþórsdóttir.

Svæði 3. Kirkjubólsdalur að Hólum:
    Sigrún Guðmundsdóttir.

Svæði 4. Hólar að Lokinhömrum:
    Friðbert Jón Kristjánsson og Kristján Gunnarsson.

Í Arnarfirði, Auðkúluhreppi hinum forna:

Svæði 1. Lokinhamradalur:
    Friðbert Jón Kristjánsson.

Svæði 2. Stapadalur og Álftamýri:
    Guðmundur G. Guðmundsson.

Svæði 3. Bauluhús að Hjallkárseyri:
     Hreinn Þórðarson.

Svæði 4. Hjallkárseyri að varnarg. á Mjólkárhlíð:
     Steinar R. Jónasson.

Svæði 5. Frá Mjólkárhlíð til og með Hokinsdal:

    Árni Erlingsson og Þorbjörn Pétursson.


Húsráðendur þar sem aðkomufé er rekið til réttar eða húsa skulu tilkynna eigendum þess um það svo fljótt sem auðið er.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.

 

Ómar Dýri Sigurðsson

Sighvatur Jón Þórarinsson

Svala Sigríður Jónsdóttir

Karl Guðmundsson

Ásvaldur Magnússon

Kristján Andri Guðjónsson

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?