Fjallskilanefnd - 2. fundur - 19. mars 2013

2. fundur fjallskilanefndar var haldinn  í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 19. mars 2013 og hófst hann kl. 16:00.

 

Fundinn sátu:

Ómar Dýri Sigurðsson.

Sighvatur Jón Þórarinsson.

Ásvaldur Magnússon.

Svala Sigríður Jónsdóttir.

Kristján Jónsson.

Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jóhann Birkir Helgason.

Kristján Andri Guðjónsson og Karl Guðmundsson tilkynntu fjarveru.

 

Dagskrá:

  1. 1.      Fjallskil

Formaður kynnti nefndarmönnum viðtal við Ólafur Dýrmundsson hjá bændasamtökunum, hann er reiðubúinn að aðstoða fjallskilanefnd eins og mögulegt er.

Svala kynnti nefndarmönnum dagsverk fjallskila í Súgandafirði.

Rætt um landverð alla eigna í sveitarfélaginu skv. upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands.

Rætt um fjölda fjár í sveitarfélaginu, heildarfjöldi fjár skv. upplýsingum frá búfjáreftirlitsmanni eru 6.973 stk.

Nefndin felur sviðstjóra að fá upplýsingar frá gangnastjórum  í Ísafjarðarbæ um fjölda dagsverka/manna(smala og fyrirstaða) á þeirra svæðum.

  1. 2.      Fjallskiladeildir

Fjallskilasvæðið skiptist í 5 fjallskiladeildir, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur, Reykhólahreppur, Bolungarvíkurdeild, Ísafjarðardeild og Súðavíkurdeild.

Nefndin leggur til að fjallskilastjórn fjallskilasvæðisins hittist eins fljótt og mögulegt er.  Formanni falið að boða til fundar.

  1. 3.      Lögréttir

Rætt um fjölda lögrétta í samræmi við 13. grein fjallskilasamþykktar og hvar þær eigi að vera staðsettar.  Lögréttir eru nú í Engidal og Arnardal í Skutulsfirði, Hraun í Hnífsdal, Tröð í Önundarfirði, Hjarðardal í Dýrafirði, Mjólká í Arnarfirði. 

Bæir sem fé er rekið inn í og virkar sem lögrétt eru: 

Kirkjuból, Brekku, Hólar, Ketilseyri, Lambadalur, Höfði, Gemlufall, Núpur í Dýrafirði. Sæból, Valþjófsdalur, Innri og Ytri Hjarðardalur, Hóll í Önundarfirði

Staður, Bær, Botn/Birkihlíð í Súgandafirði.

Mjólká og Auðkúla í Arnarfirði.

Nefndir leggur til að fjallskiladeildir hittist á einum sameiginlegum fundi.  Formanni falið að boða til sameiginlegs fundar eins fljótt og mögulegt er.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.

 

Ómar Dýri Sigurðsson

Sighvatur Jón Þórarinsson

Svala Sigríður Jónsdóttir

Karl Guðmundsson

Ásvaldur Magnússon

Kristján Jónssson

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?