Fjallskilanefnd - 1. fundur - 20. febrúar 2013

1. fundur fjallskilanefndar var haldinn  í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 20. febrúar 2013 og hófst hann kl. 17:00.

 

Fundinn sátu:

Ómar Dýri Sigurðsson.

Sighvatur Jón Þórarinsson.

Ásvaldur Magnússon.

Svala Sigríður Jónsdóttir.

Kristján Jónsson.

Karl Guðmundsson.

Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jóhann Birkir Helgason.

Kristján Andri Guðjónsson tilkynnti fjarveru.

 

Dagskrá:

  1. 1.      2011070030 – Skipan nefndarmanna.

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 7. febrúar sl., var samþykkt að eftirtaldir aðilar verði fulltrúar í fjallskilanefnd Ísafjarðarbæjar.

Karl Guðmundsson, Súgandafirði, Kristján Andri Guðjónsson, Skutulsfirði, Kristján Jónsson, Skutulsfirði, Svala Sigríður Jónsdóttir, Súgandafirði, Ásvaldur Magnússon, Önundarfirði, Sighvatur Jón Þórarinsson, Dýrafirði og Ómar Dýri Sigurðsson, Dýrafirði.

Bæjarstjórn samþykkti jafnframt að fjallskilanefnd velji sér formann.

Nefndin velur Ásvald Magnússon,  sem formann fjallskilanefndar.

 

  1. 2.      2011070030 – Fjallskilareglugerð fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur.

Lögð fram fjallskilareglugerð fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716, dagsett 14. ágúst 2012.

Lagt fram til kynningar.

 

Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 27. febrúar n.k.  kl. 16:00.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.

 

Ómar Dýri Sigurðsson

Sighvatur Jón Þórarinsson

Svala Sigríður Jónsdóttir

Karl Guðmundsson

Ásvaldur Magnússon

Kristján Jónssson

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?