Félagsmálanefnd - 416. fundur - 14. mars 2017

Dagskrá:

1.  

Trúnaðarmál. - 2011090094

 

Fjögur trúnaðarmál kynnt fyrir félagsmálanefnd.

 

Umræður um trúnaðarmálin, þau afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

   

2.  

Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2017 - 2017010042

 

Á 964. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar var lagt fram bréf Sirrýjar Sifjar Sigurlaugardóttur, fræðslustjóra Alzheimersamtakanna, dagsett 7. febrúar sl. þar sem óskað var eftir styrk til að halda röð málþinga um land allt á næstu mánuðum.
Bæjarráð óskaði umsagnar félagsmálanefndar um styrkbeiðnina.

 

Félagsmálanefnd fagnar því að stefnt sé að því að halda málþing á Ísafirði. Félagsmálanefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur starfsmanni á fjölskyldusviði að óska eftir frekari upplýsingum hjá Alzeimersamtökunum um fyrirhugaðan kostnað.

 

   

3.  

Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

 

Lagt fram ferli fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018, samantekt umræðna um gjaldskrá fyrir árið 2018 frá forstöðumannafundi, ásamt útreikningum lífeyris og tengdra bóta, gjaldskrá fjölskyldusviðs 2017 og reglum um fasteignagjöld.

 

Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, kynnti vinnu vegna endurskoðunar gjaldskrár og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Félagsmálanefnd felur starfsfólki fjölskyldusviðs að koma með tillögur að gjaldskrá fyrir fjölskyldusvið og að skoða möguleika á samræmdum tekjuviðmiðum innan sviðsins.

 

   

4.  

Fundargerðir stjórnar BSVest. - 2015030003

 

Lagðar fram fundargerðir stjórnar BsVest frá fundum 6, 7 og 8.

 

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og umræður um þær.

 

   

5.  

Öldungaráð, fundargerðir. - 2016090043

 

Lögð fram fundargerð frá 5. fundi öldungaráðs.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar og umræður um hana.

 

   

6.  

Hjólasöfnun Barnaheilla - 2017030046

 

Lagður fram tölvupóstur dags. 3. mars 2017 frá Ástu Hafberg verkefnastjóra hjólastöfnunar Barnaheilla, þar sem kynnt er að Barnaheill hefja hjólasöfnun í fimmta sinn. Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Hjólasöfnunin stendur frá miðjum marsmánuði til loka aprílmánaðar. Öllum sveitarfélögum landsins er boðið að taka þátt í verkefninu.

 

Félagsmálanefnd tekur jákvætt í verkefnið og felur starfsfólki fjölskyldusviðs að kanna þörfina í sveitarfélaginu.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Steinþór Bragason

Sigríður Guðfinna Ásgeirsdóttir

 

Arna Ýr Kristinsdóttir

Tinna Hrund Hlynsdóttir

 

Sædís María Jónatansdóttir

Margrét Geirsdóttir

 

Dagný Sif Snæbjarnardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?