Félagsmálanefnd - 412. fundur - 1. nóvember 2016

Dagskrá:

1.  

Trúnaðarmál. - 2011090094

 

Þrjú trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.

 

Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

   

2.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Margrét Geirsdóttir greindi frá vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjölskyldusvið Ísafjarðarbæjar og fór yfir einstaka liði áætlunarinnar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Ályktanir fulltrúafundar 2016. - 2016100072

 

Lagður fram tölvupóstur frá Landssamtökunum Þroskahjálp dags. 12. október 2016 þar sem ályktanir fulltrúafundar 2016 eru kynntar.

 

Þessu máli er frestað til næsta fundar félagsmálanefndar.

 

   

4.  

Stígamót - styrkbeiðni - 2016090015

 

Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna viðtalsþjónustu samtakanna á norðanverðum Vestfjörðum. Umbeðinn styrkur nemur kr. 677.501,-. Jafnframt lögð fram bókun bæjarráðs frá 31. október s.l. þar sem fram kemur að styrkbeiðninni er vísað til fjárhagsáætluar Ísafjarðarbæjar.

 

Félagsmálanefnd telur vera mikla þörf fyrir þessa þjónustu í sveitarfélaginu og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki styrkbeiðni Stígamóta.

 

   

5.  

Móttökuáætlun nýrra íbúa - 2015010086

 

Lagt fram minnisblað Sædísar M. Jónatansdóttur sem varðar vinnu við stefnu í móttöku nýrra íbúa í Ísafjarðarbæ, þar sem kynnt er að blásið er til fjölmenningarþings þann 12. nóvember n.k. Markmiðið með þinginu er að skapa umræður um málefni innflytjenda. Jafnframt er markmiðið að læra af reynslu þeirra sem hingað hafa flutt. Niðurstöðurnar verða nýttar í gerð móttökuáætlunarinnar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Móttaka flóttafólks 2016. - 2016100067

 

Lagðar fram leiðbeinandi reglur um móttökuþjónustu og aðstoð við félagslega þátttöku flóttafólks sem gefnar voru út af velferðarráðuneytinu í maí 2014. Einnig lagt fram minnisblað Sædísar M. Jónatansdóttur um móttöku flóttafólks til Ísafjarðarbæjar, en verkefnið er unnið í samvinnu við velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

 

Lagðar fram fundargerðir verkefnahóps BsVest frá fundum 56 og 57.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.  

Öldungaráð, fundargerðir. - 2016090043

 

Lögð fram fundargerð frá þriðja fundi öldungaráðs Ísafjarðarbæjar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Magnús Þór Bjarnason

Hildur Elísabet Pétursdóttir

 

Steinþór Bragason

Guðjón Már Þorsteinsson

 

Sólveig Guðnadóttir

Sædís María Jónatansdóttir

 

Margrét Geirsdóttir

Þóra Marý Arnórsdóttir

 

Dagný Sif Snæbjarnardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?