Félagsmálanefnd - 409. fundur - 10. maí 2016

Guðjón Þorsteinsson boðaði forföll og í hans stað mætti Tinna Hrund Hlynsdóttir.

 

Dagskrá:

1.  

Trúnaðarmál. - 2011090094

 

Tvö trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.

 

Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

   

2.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

 

Bæjarráð vísar beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn við tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál, til félagsmálanefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Aðgengismál fatlaðra, styrkumsókn - 2015080052

 

Á fundi félagsmálanefndar þann 15. mars sl. fjallaði félagsmálanefnd um greinargerð Verkís um úttekt á aðgengi að stofnunum í eigu Ísafjarðarbæjar í þéttbýliskjörnunum í Ísafjarðarbæ. Félagsmálanefnd fól starfsfólki fjölskyldusviðs að koma með tillögur að bættu aðgengi fyrir fatlaða í sveitarfélaginu.

 

Umræður um tillögur greinargerðarinnar og hugmyndir að forgangsröðun. Félagsmálanefnd leggur til að áhersla verði lögð á eftirtalin forgangsverkefni: 1. Aðgengi og bílaplan við Pollgötu 4. 2. Aðgengi við íþróttahúsið á Torfnesi samkvæmt tillögum í greinargerð Verkís. 3. Aðgengi við íþróttahúsið á Þingeyri. Nefndin felur starfsmanni að koma á framfæri athugasemdum varðandi útfærslu á aðgengi í greinargerðinni.

 

   

4.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Umræður um gjaldskrár fyrir fjölskyldusvið fyrir árið 2017.

 

Félagsmálanefnd felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að gera breytingar á gjaldskránni í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

5.  

Aðstaða heimahjúkrunar HV á Hlíf - 2010030077

 

Lagt fram bréf dags. 11. apríl 2016 frá Þresti Óskarssyni forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða þar sem leigu á aðstöðu fyrir heimahjúkrunardeild á Hlíf er sagt upp.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2015. - 2016050025

 

Lögð fram dagsskrá aðalfundar Starfsendurhæfingar Vestfjarða fyrir árið 2016 ásamt ársreikningi og ársskýrslu Starfsendurhæfingarinnar fyrir árið 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Fjárhagsaðstoð - 2012120016

 

Lagt fram vinnuskjal með drögum að nýjum reglum um fjárhagsaðstoð.

 

Umræður um nýjar reglur. Starfsmanni falið að vinna áfram að reglunum.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05

 

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Hildur Elísabet Pétursdóttir

Steinþór Bragason

 

Magnús Þór Bjarnason

Sólveig Guðnadóttir

 

Tinna Hrund Hlynsdóttir

Sædís María Jónatansdóttir

 

Margrét Geirsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?