Félagsmálanefnd - 404. fundur - 24. nóvember 2015

 Dagskrá:

Hildur Elísabet Pétursdóttir mætti til fundar kl. 15:25.

1.  

Trúnaðarmál. - 2011090094

 

Sjö trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar.

 

Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

   

2.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

 

Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis þar sem velferðarnefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára, 338. mál.

 

Félagsmálanefnd felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að senda nefndarsviði Alþingis athugasemdir við stefnuna og aðgerðaráætlunina í samræmi við umræður á fundinum.


Margrét Geirsdóttir fór af fundinum.

 

   

3.  

Daggæsla barna í heimahúsum. - 2015110053

 

Með vísan til reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005 er það hlutverk félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar að veita leyfi til daggæslu barna í heimahúsum. Samkvæmt reglugerðinni getur sveitarstjórn ákveðið að önnur nefnd veiti leyfið.

 

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að meðferð umsókna um leyfi til daggæslu í heimahúsum verði flutt af verksviði nefndarinnar til fræðslunefndar. Félagsmálanefnd telur að þar sem öll önnur mál sem varða daggæslu í heimahúsum séu á hendi fræðslunefndar skapi það betri yfirsýn yfir málaflokkinn að hlutverkinu sé ekki skipt á milli tveggja nefnda.

 

   

Arna Ýr Kristinsdóttir yfirgaf fundinn undir þessum lið.

4.  

Umsókn um að gerast dagforeldri - 2015090048

 

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur dags 6. nóvember 2015 þar sem Arna Ýr Kristinsdóttir kt. 110482-4349, sækir um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi hjá Ísafjarðarbæ. Starfsemin muni fara fram á heimili hennar að Miðtúni 37 á Ísafirði. Tilskilin vottorð liggja fyrir.

 

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir umsækjanda leyfi til daggæslu á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Dagforeldrinu er heimilað að gæta fjögurra barna, frá sex mánaða aldri. Ekki er heimilt að á hverjum tíma séu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri. Að ári liðnu skal endurnýja leyfið skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.


Helga Björk Jóhannsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

 

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Helga Björk Jóhannsdóttir

Hildur Elísabet Pétursdóttir

 

Guðjón Már Þorsteinsson

Arna Ýr Kristinsdóttir

 

Margrét Geirsdóttir

Sædís María Jónatansdóttir

 

 

  

Er hægt að bæta efnið á síðunni?