Félagsmálanefnd - 403. fundur - 3. nóvember 2015

 Dagskrá:

1.  

Sumardvöl fatlaðra barna í Reykjadal 2014-2016 - 2014090056

 

Lagt fram erindi frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra dags. 16. september 2015 þar sem óskað er eftir þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúðanna að fjárhæð kr. 140.700,-. Tveir einstaklingar úr sveitarfélaginu dvöldust í sumarbúðunum s.l. sumar.

 

Félagsmálanefnd samþykkir erindið enda er gert ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

 

   

2.  

Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

 

Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun fyrir fjölskyldusvið fyrir árið 2016.

 

Nefndin styður tillögu varðandi fjölgun stöðugilda sem nemur 50% stöðugildi félagsráðgjafa á sviðinu. Jafnframt styður nefndin umsókn um framlag vegna fjölsmiðju, enda komi Vinnumálastofnun og Menntamálaráðuneyti að rekstrinum með styrkjum. Að síðustu vill nefndin staðfesta framkominn vilja bæjarstjórnar um móttöku flóttamanna en leggur til að viðmiðunarfjárhæð í fjárhagsáætlun verði hækkuð. Varðandi umsókn um styrk frá Sólstöfum Vestfjarða vísar nefndin til bókunar á fundi nr. 402.

 

   

3.  

Umsókn um að gerast dagforeldri - 2014030022

 

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur, dags. 30. október 2015, þar sem Ása Rut Halldórsdóttir kt. 1080681-3649 sækir um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi hjá Ísafjarðarbæ. Starfsemin muni fara fram á heimili hennar að Hlégerði 2 í Hnífsdal. Tilskilin vottorð liggja fyrir.

 

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir umsækjanda leyfi til daggæslu á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Dagforeldrinu er heimilað að gæta fjögurra barna, frá sex mánaða aldri. Ekki er heimilt að á hverjum tíma séu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri. Að ári liðnu skal endurnýja leyfið skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.

 

   

4.  

Móttökuáætlun innflytjenda - 2015010086

 

Félagsmálanefnd ræddi gerð móttökuáætlunar fyrir innflytjendur og stefnir að því að hefja vinnu við áætlunina hið fyrsta.

 

Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að Védís Geirsdóttir verði skipuð í vinnuhóp með starfsmönnum á fjölskyldusviði um gerð áætlunarinnar.

 

   

5.  

Fundargerðir stjórnar BSVest. - 2015030003

 

Lögð fram fundargerð stjórnar BsVest frá 21. fundi sem haldinn var þann 11. maí 2015.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

6.  

Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

 

Lagðar fram fundargerðir verkefnahóps BsVest frá 50. og 51. fundi.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05

 

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Helga Björk Jóhannsdóttir

Steinþór Bragason

 

Arna Ýr Kristinsdóttir

Sólveig Guðnadóttir

 

Guðjón Már Þorsteinsson

Sædís María Jónatansdóttir

 

Margrét Geirsdóttir

Anna Valgerður Einarsdóttir

 

Þóra Marý Arnórsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?