Félagsmálanefnd - 401. fundur - 24. september 2015

 Dagskrá:

1.  

Trúnaðarmál. - 2011090094

 

Níu trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.

 

   

2.  

Félagsstarf eldri borgara á Þingeyri. - 2015060044

 

Lagt fram minnisblað frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur dags. 23. sept. s.l. þar sem hún segir frá nýjum opnunartíma í félagsstarfi aldraðra á Þingeyri og að breytingin hafi mætt nokkurri andstöðu hjá notendum félagsstarfsins.

 

Félagsmálanefnd felur starfsmanni fjölskyldusviðs að gera könnun á því hvaða opnunardagar henta flestum notendum.

 

   

3.  

Húsaleigubætur 2016 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - 2015090034

 

Lögð fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga frá 7. september s.l. þar sem óskað er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna almennra húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubóta fjárhagsárið 2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.  

Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

 

Lagt fram minnisblað frá Þórdísi Sif Sigurðardóttur dags 21. september s.l. og gjaldskrá fyrir fjölskyldusvið.

 

Félagsmálanefnd felur starfmanni að gera breytingar á gjaldskrá fjölskyldusviðs í samræmi við umræður á fundinum og samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.


Sólveig S. Guðnadóttir fór af fundi.

 

   

6.  

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2015. - 2015090071

 

Lagður fram tölvupóstur dags 18. september s.l. frá Bergljótu Þrastardóttur sérfræðingi á Jafnréttisstofu þar sem kynnt er að Fljótsdalshérað boði til landsfundar jafnréttisnefnda 8.-9. október n.k.

 

Lagt fram til kynningar. Félagsmálanefnd fagnar því að eiga fulltrúa á fundinum.

 

   

7.  

Fundargerðir 2010-2013 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

 

Lagðar fram fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði frá fundum 52 og 53.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

8.  

Móttökuáætlun innflytjenda - 2015010086

 

Lagt fram erindi frá Rúnari Helga Haraldssyni forstöðumanni Fjölmenningarseturs.

 

Lagt fram til kynningar og starfsmönnum falið að svara erindi Fjölmenningarseturs.

 

   

Arna Ýr vék af fundi undir þessum lið.

9.  

Umsókn um að gerast dagforeldri - 2015090048

 

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar þar sem Arna Ýr Kristinsdóttir kt. 110482-4349 sækir um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi hjá Ísafjarðarbæ. Hún ætlar þó eingöngu að vera með sitt barn.

 

Félagsmálanefnd frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

 

   

4.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

 

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 21. september s.l. þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris í 300 þús. kr.) 3. mál. Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðarréttar) 35. mál.

 

Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemdir við frumvörpin.

 

   

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55

 

 

Helga Björk Jóhannsdóttir

 

Steinþór Bragason

Arna Ýr Kristinsdóttir

 

Magnús Þór Bjarnason

Sólveig Guðnadóttir

 

Guðjón Már Þorsteinsson

Sædís María Jónatansdóttir

 

Anna Valgerður Einarsdóttir

Þóra Marý Arnórsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?