Félagsmálanefnd - 394. fundur - 22. janúar 2015

Dagskrá:

1.

2011090094 - Trúnaðarmál.

 

Tvö trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu.

 

Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

   

2.

2015010049 - Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi og fundargerðir 2015

 

Lagður er fram tölvupóstur Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 8. janúar sl., þar sem komið er á framfæri ábendingum um málefni innflytjenda. Jafnframt lögð fram tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til ársins 2018.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2015010086 - Móttökuáætlun innflytjenda

 

Starfsmenn fjölskyldusviðs greindu frá því að halda þurfi áfram með að vinna móttökuáætlun í málefnum nýrra íbúa sveitarfélagsins.

 

Formaður félagsmálanefndar ætlar að vinna með starfsmönnum að gerð áætlunarinnar sem lögð verður fyrir nefndina eftir því sem málinu vindur fram.

 

   

4.

2010050008 - Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun

 

Lögð fram jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar sem staðfest var 2012.

 

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar mun hefja vinnu við endurskoðun á jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar.

 

   

5.

2015010049 - Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi og fundargerðir 2015

 

Lagður fram tölvupóstur frá Gyðu Hjartardóttur, félagsþjónustufulltrúa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags 8. janúar s.l. þar sem minnt er á mikilvægi þess að félagsmálastjórar haldi sérstaklega utan um þann fjölda sem sækir um fjárhagsaðstoð vegna styttingar á tímabili atvinnuleysisbóta.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2011090092 - Fundargerðir verkefnahóps BSVest.

 

Lögð fram fundargerð verkefnahóps BSVest frá 43. fundi.

 

Lagt fram til kynningar og umræður um fundargerðina.

 

   

7.

2012120016 - Fjárhagsaðstoð

 

Starfsmenn greindu frá framvindu vinnu við endurskoðun á reglum Ísafjarðarbæjar um fjáhagsaðstoð.

 

Umræður um reglurnar.

 

   

8.

2015010087 - Geðhjálp, kynningarfundur á Ísafirði

 

Lagður fram tölvupóstur frá Önnu G. Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Geðhjálpar dags. 16. janúar s.l. þar sem auglýstur er kynningarfundur Geðhjálpar á Ísafirði þann 5. febrúar n.k.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

2015010088 - Félag heyrnarlausra, 55 ára afmæli.

 

Lagður fram tölvupóstur frá Þresti Friðþjófssyni, markaðs- og fjáröflunarstjóra hjá Félagi heyrnarlausra, dags. 8. janúar s.l. þar sem kynnt eru verkefni félagsins á árinu 2015 og óskað eftir fjárframlagi. Félagið á 55 ára afmæli 11. febrúar n.k.

 

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar sér sér ekki fært að styrkja félagið að svo stöddu.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:25

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Helga Björk Jóhannsdóttir

Aron Guðmundsson

 

Hildur Elísabet Pétursdóttir

Arna Ýr Kristinsdóttir

 

Margrét Geirsdóttir

Hafdís Gunnarsdóttir

 

Sædís María Jónatansdóttir

Anna Valgerður Einarsdóttir

 

Þóra Marý Arnórsdóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?