Félagsmálanefnd - 394. fundur - 22. janúar 2015
Dagskrá:
|
1. |
2011090094 - Trúnaðarmál. |
|
|
Tvö trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu. |
||
|
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar. |
||
|
|
||
|
2. |
2015010049 - Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi og fundargerðir 2015 |
|
|
Lagður er fram tölvupóstur Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 8. janúar sl., þar sem komið er á framfæri ábendingum um málefni innflytjenda. Jafnframt lögð fram tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til ársins 2018. |
||
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
3. |
2015010086 - Móttökuáætlun innflytjenda |
|
|
Starfsmenn fjölskyldusviðs greindu frá því að halda þurfi áfram með að vinna móttökuáætlun í málefnum nýrra íbúa sveitarfélagsins. |
||
|
Formaður félagsmálanefndar ætlar að vinna með starfsmönnum að gerð áætlunarinnar sem lögð verður fyrir nefndina eftir því sem málinu vindur fram. |
||
|
|
||
|
4. |
2010050008 - Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun |
|
|
Lögð fram jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar sem staðfest var 2012. |
||
|
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar mun hefja vinnu við endurskoðun á jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar. |
||
|
|
||
|
5. |
2015010049 - Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi og fundargerðir 2015 |
|
|
Lagður fram tölvupóstur frá Gyðu Hjartardóttur, félagsþjónustufulltrúa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags 8. janúar s.l. þar sem minnt er á mikilvægi þess að félagsmálastjórar haldi sérstaklega utan um þann fjölda sem sækir um fjárhagsaðstoð vegna styttingar á tímabili atvinnuleysisbóta. |
||
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
6. |
2011090092 - Fundargerðir verkefnahóps BSVest. |
|
|
Lögð fram fundargerð verkefnahóps BSVest frá 43. fundi. |
||
|
Lagt fram til kynningar og umræður um fundargerðina. |
||
|
|
||
|
7. |
2012120016 - Fjárhagsaðstoð |
|
|
Starfsmenn greindu frá framvindu vinnu við endurskoðun á reglum Ísafjarðarbæjar um fjáhagsaðstoð. |
||
|
Umræður um reglurnar. |
||
|
|
||
|
8. |
2015010087 - Geðhjálp, kynningarfundur á Ísafirði |
|
|
Lagður fram tölvupóstur frá Önnu G. Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Geðhjálpar dags. 16. janúar s.l. þar sem auglýstur er kynningarfundur Geðhjálpar á Ísafirði þann 5. febrúar n.k. |
||
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
9. |
2015010088 - Félag heyrnarlausra, 55 ára afmæli. |
|
|
Lagður fram tölvupóstur frá Þresti Friðþjófssyni, markaðs- og fjáröflunarstjóra hjá Félagi heyrnarlausra, dags. 8. janúar s.l. þar sem kynnt eru verkefni félagsins á árinu 2015 og óskað eftir fjárframlagi. Félagið á 55 ára afmæli 11. febrúar n.k. |
||
|
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar sér sér ekki fært að styrkja félagið að svo stöddu. |
||
|
|
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:25
|
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Helga Björk Jóhannsdóttir |
|
Aron Guðmundsson |
|
Hildur Elísabet Pétursdóttir |
|
Arna Ýr Kristinsdóttir |
|
Margrét Geirsdóttir |
|
Hafdís Gunnarsdóttir |
|
Sædís María Jónatansdóttir |
|
Anna Valgerður Einarsdóttir |
|
Þóra Marý Arnórsdóttir |
|
|
|
|