Félagsmálanefnd - 389. fundur - 26. ágúst 2014

Dagskrá:

1.

2012110034 - Endurskoðun erindisbréfa nefnda

 

Lögð fram drög að erindisbréfi félagsmálanefndar.

 

Rætt um erindisbréfið og starfsmönnum falið að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

2.

2014020030 - Nefndarmenn 2014

 

Lagðar fram siðareglur kjörinna fulltrúa í Ísafjarðarbæ.

 

Nefndarmenn undirrituðu siðareglurnar. Starfsmenn fjölskyldusviðs fóru yfir vinnuhætti félagsmálanefndar og ferli mála sem fara fyrir nefndina.

 

   

3.

2011090094 - Trúnaðarmál.

 

Rætt um ferli trúnaðarmála sem fara fyrir félagsmálanefnd.

 

   

4.

2014080057 - Námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustu sveitarfélaga 2014.

 

Lagður fram tölvupóstur frá Gyðu Hjartardóttur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 20. ágúst 2014. Efni tölvupóstsins er námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustunnar sem fyrirhugað er í byrjun árs 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

2014010071 - Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi 2014-2015

 

Lagður fram tölvupóstur frá Önnu G. Björnsdóttur dags. 25. júní s.l. þar sem tilkynnt er um landsfund jafnréttisnefnda sem verður haldinn í Reykjavík þann 19. september n.k.

 

Félagsmálanefnd samþykkir að senda tvo fulltrúa á fundinn.

 

   

6.

2010050008 - Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun

 

Lögð fram drög að niðurstöðum á samanburði á launum karla og kvenna hjá Ísafjarðarbæ.

 

Umræður um niðurstöðurnar og starfsmönnum falið að koma athugasemdum til Höllu Hafbergsdóttur starfsmanns Rannsóknarstofnunar háskólans á Akureyri sem vinnur skýrsluna fyrir Ísafjarðarbæ.

 

   

7.

2014080060 - Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2015

 

Lögð fram gjaldskrá fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar.

 

Umræður um gjaldskrá fjölskyldusviðs og starfsmönnum falið að útfæra tillögur nefndarmanna.

 

   

8.

2014080061 - Þjónustuhópur aldraðra, nefndarmenn

 

Félagsmálanefnd ræðir tillögur um fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra.

 

Tilnefningum frestað til næsta fundar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Guðný Harpa Henrysdóttir

Aron Guðmundsson

 

Hildur Elísabet Pétursdóttir

Steinþór Bragason

 

Sædís María Jónatansdóttir

Hafdís Gunnarsdóttir

 

Margrét Geirsdóttir

Anna Valgerður Einarsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?