Félagsmálanefnd - 374. fundur - 15. janúar 2013

Dagskrá:

1.

2011090094 - Trúnaðarmál.

 

Lögð fram sex trúnaðarmál.

 

Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

   

2.

2012010079 - Félagsleg heimaþjónusta.

 

Lögð fram drög að endurskoðuðu innheimtufyrirkomulagi og gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu ásamt eyðublaði til útreiknings á gjaldi.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2011120059 - Minnisblað. - Gjafir til Hlífar íbúða aldraðra 2012.

 

Lagt fram minnisblað frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur, þar sem kynntar eru gjafir sem bárust Hlíf, íbúðum aldraðra, frá velunnurum á árinu 2012.
Gefin voru áhöld og efni til skartgripagerðar, sjónvarp, straujárn og tölva. Peningagjafir námu kr. 1.043.800,- og voru notaðar til að endurnýja stóla í samkomu- og mötuneytissal Hlífar. Nýju stólarnir hjálpa til við að gera húsnæðið þægilegra og fallegra fyrir íbúa og gesti.
Gefendur voru ættingjar Ingibjargar Sigurgeirsdóttur í hennar minningu, Bjarni Kristjánsson, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf, Húsfélag Hlífar II, Kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal, Kvenfélagið Sunna í Reykjafjarðarhreppi, Lyfja hf. og Orkubú Vestfjarða.

 

Minnisblaðið er lagt fram til kynningar og vill félagsmálanefnd þakka fyrir rausnarlegar gjafir og hlýhug í garð íbúa Hlífar.

 

   

4.

2007010072 - Sérstakar húsaleigubætur.

 

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ ásamt eyðublaði, um mat á félagslegum aðstæðum vegna umsóknar um sérstkar húsaleigubætur.

 

 

Félagsmálanefnd samþykkir drögin og felur starfsmönnum að uppfæra tekju og eignamörk reglnanna þegar velferðarráðuneytið hefur uppfært tekju og eignamörk fyrir árið 2013 skv. reglugerð nr. 873/2001.

 

   

5.

2012090040 - Húsaleigubætur 2013.

 

Lögð fram reglugerð um breytingu á reglugerð um húsaleigubætur, nr. 118/2003, með síðari breytingum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2011090092 - Fundargerðir verkefnahóps BSVest.

 

Lagðar fram fundargerðir 23. og 24. fundar verkefnahóps BSVest.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

7.

2010070042 - Fundargerðir 2010-2012 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

 

Lögð fram fundargerð 23. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8. Önnur mál.

a). Fjárhagsaðstoð. 2012-12-0016.

Rætt um reglur um fjárhagsaðstoð og starfsmanni fjölskyldusviðs falið að koma með tillögu að breytingum á næsta fund nefndarinnar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50

 

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir

Jón Reynir Sigurðsson

Gunnar Þórðarson

Ari Klængur Jónsson

Rannveig Þorvaldsdóttir

Anna Valgerður Einarsdóttir

Harpa Stefánsdóttir

Sædís María Jónatansdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?