Félagsmálanefnd - 373. fundur - 11. desember 2012

Gunnar Þórðarson mætti til fundar þegar afgreiðslu annars trúnaðarmálsins var lokið.

 

Dagskrá:

1.

2011090094 - Trúnaðarmál.

 

Tvö trúnaðarmál lögð fram.

 

Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

   

2.

2010050008 - Jafnréttisáætlun.

 

Lögð fram drög að starfsmarkmiðum vegna jafnréttisstefnu Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2012 og 2013. Starfsmarkmiðin eru framkvæmdaáætlun og skilgreining á þeim verkefnum sem félagsmálanefnd vill vinna að.

 

Félagsmálanefnd samþykkir starfsmarkmiðin,  en felur starfsmanni að gera breytingar á skjalinu í samræmi við umræður á fundinum, þ.e. að blaðsíða fjögur verði felld út þar sem ekki var gert ráð fyrir að hún fylgdi gögnunum. Málið verði þannig lagt fyrir bæjarstjórn.

 

   

3.

2007010072 - Sérstakar húsaleigubætur.

 

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ ásamt eyðublaði um mat á félagslegum aðstæðum vegna umsóknar um sérstakar húsaleigubætur.

 

Félagsmálanefnd felur starfsmanni að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum. Samkvæmt ákvæðum í reglunum verður málið lagt fyrir fund í janúar 2013.

 

 

 

4.

2012110053 - Vinnusamningar TR.

 

Lagt fram áframsent erindi frá 775. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, þar sem Fanney Pálsdóttir, ráðgjafi hjá VIRK óskar eftir að stofnanir Ísafjarðarbæjar fái heimild til að gera tvo vinnusamninga TR á ári, sem stuðning við starfsendurhæfingu í Ísafjarðarbæ. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til frekari skoðunar hjá félagsmálanefnd.

 

Félagsmálanefnd telur að þar sem stofnanir Ísafjarðarbæjar hafa verið virkir þátttakendur í gerð vinnusamninga TR, að meta þurfi hvern samning með tilliti til þarfa einstaklinganna og þörf þeirra fyrir stuðning við starfsendurhæfingu. Hvert mál yrði skoðað með ráðgjafa frá Virk og starfsmönnum fjölskyldusviðs.

 

   

5.

2012010079 - Félagsleg heimaþjónusta.

 

Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu ásamt eyðublaði til útreiknings á gjaldi.

 

Félagsmálanefnd frestar málinu þar til í janúar 2013.

 

   

6.

2012080043 - Leyfi til daggæslu í heimahúsi.

 

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur, daggæslufulltrúa í Ísafjarðarbæ, dags. 4. des. s.l. þar sem Bergdís Ingibergsdóttir, dagforeldri, óskar eftir leyfi til að bæta við fimmta barninu í daggæslu frá janúar 2012.

 

Félagsmálanefnd hafnar erindinu á grundvelli reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.

 

   

7.

2012110034 - Endurskoðun erindisbréfa nefnda.

 

Lögð fram drög að endurskoðuðu erindisbréfi félagsmálanefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2012120016 - Fjárhagsaðstoð.

 

Rætt um viðmiðunarfjárhæð fjárhagsaðstoðar og ákvæði um desemberuppbót í reglum Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð.

 

Umræður.

 

   

9.

2011110040 - Rekstur Stígamóta 2012-2013 - Styrkbeiðni.

 

Lagt fram áframsent erindi frá Stígamótum frá 773. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna rekstrar árið 2013.

 

Félagsmálanefnd hafnar erindinu en leggur áherslu á að styrkja sambærilega þjónustu í heimabyggð.

 

   

10.

2012110057 - Alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi.

 

Lagt fram erindi frá Mannréttindaskrifstofu Íslands dags. 18. september sl., þar sem kynnt er alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.

2012110027 - Rekstur kvennaathvarfs 2013. - Styrkbeiðni.

 

Lagt fram áframsent erindi frá 774. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, þar sem Þórlaug R. Jónsdóttir, rekstrarstýra Samtaka um kvennaathvarf, óskar eftir rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 300.000,- fyrir komandi starfsár.

 

Félagsmálanefnd telur  sér ekki fært að verða við erindinu í þetta sinn.

 

   

12.

2010070042 - Fundargerðir 2010-2012 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

 

Lagðar fram fundargerðir 20.-22. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði, ásamt erindisbréfi nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.

2011090092 - Fundargerðir verkefnahóps BSVest.

 

Lögð fram fundargerð 22. fundar verkefnahóps BSVest.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

 

 

Guðfinna M Hreiðarsdóttir

 

Jón Reynir Sigurðsson

Gunnar Þórðarson

 

Ari Klængur Jónsson

Rannveig Þorvaldsdóttir

 

Harpa Stefánsdóttir

Margrét Geirsdóttir

 

Sædís María Jónatansdóttir

 

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?