Félagsmálanefnd - 372. fundur - 6. nóvember 2012

Dagskrá:

1.

2011090094 - Trúnaðarmál.

 

Fjögur trúnaðarmál lögð fram til umræðu í félagsmálanefnd.

 

Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

   

2.

2012010079 - Félagsleg heimaþjónusta

 

Rætt um félagslega heimaþjónustu.

 

Starfsmönnum er falið að leggja fram tillögu að breytingu á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu.

 

   

3.

2012110005 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2013.

 

Lagt fram erindi frá Hörpu Guðmundsdóttur forstöðumanni Vesturafls dags. 19. september s.l. þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2013 að fjárhæð 1.200.000,-.

 

Félagsmálanefnd tekur vel í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013.

 

   

4.

2008120044 - Sjónarhóll - rekstrarstyrkur

 

Lagt fram erindi frá Guðríði Hlíf Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Sjónarhóls dags. 9. október s.l. þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2013. Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir.

 

Félagsmálanefnd sér sér ekki fært að verða við beiðni Sjónarhóls að þessu sinni.

 

   

5.

2012090082 - Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar.

 

Farið yfir einstaka liði í fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2013.

 

Umræður um fjárhagsáætlun.

 

   

6.

2012110007 - Frumvarp til laga um samning sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 155. mál.

 

Lagt fram erindi frá nefndasviði Alþingis sem barst með tölvupósti þann 18. okt. 2012 þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 155. mál.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

2011090092 - Fundargerðir verkefnahóps BSVest.

 

Lagðar fram fundargerðir 20. og 21. fundar verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.

 

Lagðar fram til kynningar.

 

   

8. Önnur mál.

Búsetumál. 2012-11-0012

Rætt um búsetumál fatlaðra.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

 

Guðfinna M Hreiðarsdóttir

Rannveig Þorvaldsdóttir,

Anna Valgerður Einarsdóttir

Harpa Stefánsdóttir

Jóna Benediktsdóttir

Sturla Páll Sturluson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?