Félagsmálanefnd - 370. fundur - 28. ágúst 2012

Dagskrá:

1.

2011090094 - Trúnaðarmál.

 

Tíu trúnaðarmál lögð fram til umræðu.

 

Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

   

2.

2012080043 - Leyfi til daggæslu í heimahúsi

 

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur dags. 27. ágúst 2012 þar sem Bergdís Ingibergsdóttir, Lyngholti 1, Ísafirði, óskar eftir leyfi til daggæslu barna í heimahúsi. Fyrir liggja samþykkt vottorð.

 

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir umsækjanda leyfi til daggæslu í heimahúsi á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu. 

 

Dagforeldrinu er heimilað að gæta fjögurra barna, frá 6 mánaða aldri. Ekki er heimilt að á hverjum tíma séu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri.  

 

   

3.

2012020063 - Byggðasamlag - Ýmis erindi 2012

 

Lagt fram bréf frá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dags 11. júní 2012. Vísað er til fundar stjórnar BsVest þar sem samþykkt var að vísa drögum að reglum um stuðningsfjölskyldur til sveitarfélaga og hagsmunasamtaka.

 

Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún geri það einnig.

 

   

4.

2012020063 - Byggðasamlag - Ýmis erindi 2012

 

Sviðsstjóri greindi frá framkvæmdum í Sindragötu 4, stöðu mála í búsetu og fjárhagslegri niðurstöðu ársins 2011.

 

Umræður um málefnin.

 

   

5.

2012080044 - Ferliþjónusta í Ísafjarðarbæ.

 

Lagður fram samningur milli Ísafjarðarbæjar og Blindrafélagsins um ferliþjónustu fyrir blinda. Samningurinn gildir frá 15. ágúst 2012 til 31. desember 2012.

 

Lagt fram til kynningar og starfsmönnum falið að gera breytingar á samningnum í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

6.

2012080009 - Afhending skýrslu um stöðu jafnréttismála hjá sveitarfélaginu

 

Lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu dags. 27. júlí 2012 þar sem óskað er eftir skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála í sveitarfélaginu. Gefinn er frestur til 31. október 2012 til að skila skýrslunni.

 

Félagmálanefnd felur starfmanni að svara bréfi Jafnréttisstofu.

 

   

7.

2012080042 - Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 44. mál - tillaga til þingsályktunar

 

Lögð fram tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014.

 

Félagsmálanefnd felur Margréti Geirsdóttur og Hörpu Stefánsdóttur að vera tengiliðir við Velferðarráðuneytið í tengslum við framkvæmdaáætlunina.

 

   

8.

2011090092 - Fundargerðir verkefnahóps BSVest.

 

Lagðar fram fundargerðir 18. og 19. fundar verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.

 

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og umræður.

 

   

Önnur mál

a) Lengd viðvera fatlaðra barna.

Félagsmálanefnd leggur til að lengd viðvera fatlaðra barna verði skilgreind sérstaklega og aðskilin frá öðrum rekstri frá og með janúar 2013.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20

 

Guðfinna M Hreiðarsdóttir

Rannveig Þorvaldsdóttir

 

Jóna Benediktsdóttir

 

Harpa Stefánsdóttir

 

Margrét Geirsdóttir

 

Sædís María Jónatansdóttir

 

Anna Valgerður Einarsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?