Félagsmálanefnd - 365. fundur - 14. febrúar 2012

Dagskrá:

1.

2012010012 - Undanþága vegna fjölda barna í daggæslu.

 

Lagt fram erindi frá Ólöfu Á. Þorkelsdóttur Öfjörð, dagforeldri, þar sem hún óskar eftir endurskoðun á synjun um undanþágu vegna fjölda barna í daggæslu, en Ólöf óskar eftir samþykki til að taka 6. barnið í vistun.

 

Sigurlína Jónasdóttir daggæslu- og leikskólafulltrúi mætti til fundar undir þessum lið og svaraði spurningum nefndarmanna vegna þessa erindis.

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar frestar afgreiðslu á erindinu til næsta fundar nefndarinnar og felur starfsmönnum að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum um sambærileg mál.

 

   

2.

2011090094 - Trúnaðarmál.

 

Trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.

 

10 trúnaðarmál bókuð í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

   

3.

2012020048 - Skipurit fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar.

 

Lögð fram tillaga að nýju skipuriti fyrir fjölskyldusvið Ísafjarðarbæjar.

 

Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að skipuritið verði samþykkt eftir breytingar í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

4.

2012010013 - Starfsmannahandbók.

 

Lögð fram starfsmannahandbók fyrir þjónustueiningar á fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar ásamt sér köflum fyrir málefni aldraðra og málefni fatlaðra.

 

Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með handbókina og felur starfsmönnum að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum og í kjölfarið að hefja kynningu á henni.

 

   

5.

2012020051 - Samþykkt um skipan félagsmála í Ísafjarðarbæ.

 

Lögð fram samþykkt um skipan félagsmála í Ísafjarðarbæ, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 19. desember árið 2000.

 

Félagsmálanefnd felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að hefja vinnu við endurskoðun samþykktar um skipan félagsmála í Ísafjarðarbæ og leggja drög að nýrri skipan fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

   

6.

2012020052 - Verklagsreglur starfsmanna í félagsþjónustu.

 

Lögð fram fyrstu drög að verklagsreglum starfsmanna í félagsþjónustu er starfa hjá fjölskyldusviði Ísafjarðarbæjar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

2012020053 - Fjölskyldusvið Ísafjarðarbæjar.

 

Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar, lagði fram skýrslu um málefni fatlaðra hjá sveitarfélaginu árið 2011.

 

Skýrslan lögð fram til kynningar. 

 

   

8.

2012010079 - Félagsleg heimaþjónusta.

 

Umræður um félagslega heimaþjónustu. Endurskoða þarf gjaldskrá heimaþjónustunnar með tilliti til helgarþjónustu og tekjuviðmiða.

 

Félagsmálanefnd felur deildarstjóra í heimaþjónustu og deildarstjóra í félagsþjónustu að endurskoða gjaldskrána og koma með tillögur á næsta fund nefndarinnar. 

 

   

9.

2010110008 - Styrkir til sveitarfélaga vegna langveikra barna og barna með ADHD.

 

Lagt fram áframsent erindi frá bæjarráði, sem er bréf frá velferðarráðuneyti dagsett 30. desember sl., þar sem fram kemur, að Ísafjarðarbær hefur hlotið loforð um styrk að upphæð kr. 1.620.000.-, til verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD-greiningu.

Jafnframt lagt fram bréf Hörpu Stefánsdóttur dags. 30. janúar s.l., þar sem tilkynnt er að Ísafjarðarbær þiggi styrkinn og greint er frá kostnaðaráætlun og aðgerðaráætlun verkefnisins.

 

Félagsmálanefnd fagnar styrkveitingunni og lýsir ánægju sinni með verkefnið sem styrknum er veitt til.

 

   

10.

2012010047 - Styrkbeiðni vegna forvarnastarfs 2012.

 

Lagt fram áframsent erindi frá bæjarráði sem er bréf frá Saman-hópnum dagsett 13. janúar s.l., þar sem beðið er um fjárstuðning vegna forvarnarstarfs á árinu 2012. Leiðarljós í starfi hópsins eru niðurstöður rannsókna sem sýna mikilvægi og áhrifamátt foreldra í forvörnum.

 

Félagsmálanefnd telur sér ekki fært að styðja framtakið þar sem nefndin styrkir sambærileg verkefni í heimabyggð en óskar Saman-hópnum velfarnaðar í störfum sínum.

 

   

11.

2007030053 - Fundargerð Þjónustuhóps  aldraðra.

 

Lögð fram fundargerð 69. fundar þjónustuhóps aldraðra.

 

 Lagt fram til kynningar.

 

 

 

12.

2010070042 - Fundargerðir 2010/2011 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði

 

Lagðar fram fundargerðir 10., 11., 12., 13. og 14. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

Önnur mál.

A) Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ 2012-2016. 2012-02-0018

 

Félagsmálanefnd telur ekki ástæðu til að gera breytingar á núgildandi gjaldskrá á almenningssamgöngum, en telur rétt að benda á að samkvæmt lögum eru einstaklingar skilgreindir sem börn til 18 ára aldurs.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:06

 

Guðfinna M Hreiðarsdóttir, formaður.

Jón Reynir Sigurðsson.

Rannveig Þorvaldsdóttir.

Sædís María Jónatansdóttir.

Harpa Stefánsdóttir.

Margrét Geirsdóttir.

Anna Valgerður Einarsdóttir.

Kristrún Helga Ólafsdóttir.

Helga Björk Jóhannsdóttir. 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?