Félagsmálanefnd - 363. fundur - 12. desember 2011

Dagskrá:

1.

2011090094 - Trúnaðarmál.

 

Trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.

 

Þrjú trúnaðarmál bókuð í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

   

2.

2007120001 - Stefnumótun félagsmálanefndar (og starfsmarkmið)

 

Lagðar fram starfsáætlanir ársins 2012 fyrir þjónustueiningar á Fjölskyldusviði.

 

Deildarstjórar í Búsetu, Hvestu og Skammtímavistun mættu til fundarins og gerðu grein fyrir starfsáætlunum þjónustueininganna fyrir árið 2012. Félagsmálanefnd þakkar kynninguna og Hvestu fyrir kertagjöf. Afgreiðslu starfsáætlana er frestað til næsta fundar nefndarinnar.

 

   

3.

2011120028 - Reglur um afgreiðslu umsókna um skammtímavistun og verklag.

 

Lagðar fram reglur um afgreiðslu umsókna um skammtímavistun og verklag sem samdar voru af verkefnahópi BsVest.

 

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar lýsir ánægju sinni með reglurnar og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að þær verði samþykktar með þeim fyrirvara að þeir aðilar sem hafa fengið aukavistun vegna erfiðrar fötlunar og félagslegra aðstæðna verði ekki fyrir skerðingu á þjónustu í skammtímavistun. Þjónustu við þá einstaklinga verði haldið áfram þar til varanlegt búsetuúrræði liggur fyrir.

 

   

4.

2011090092 - Fundargerðir verkefnahóps BSVest.

 

Lagðar fram fundargerðir 12. og 13. fundar verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

 

 

5.

2011090091 - Fjölskyldusvið, fjárhagsáætlun 2012.

 

Lögð fram fjárhagsáætlun Fjölskyldusviðs fyrir árið 2012.

 

Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri Fjölskyldusviðs gerði grein fyrir fjárhagsáætlun næsta árs.

 

   

6.

2007010072 - Sérstakar húsaleigubætur

 

Lagðar fram endurskoðaðar reglur um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ ásamt minnisblaði sem sýnir greiðslur sérstakra húsaleigubóta og fjárhagsaðstoð frá janúar til október 2011.

 

 Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðaðar reglur um sérstakar húsaleigubætur og leggur til að bæjarstjórn geri það einnig.

 

   

7.

2011110050 - Tilkynningaskylda - óskráðir einstaklingar sem leita til félagsþjónustu

 

Lagt fram bréf dags. 1. nóv. 2011 frá Kristínu Völundardóttur forstjóra Útlendingastofnunar þar sem þess er farið á leit við starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélagsins að tilkynna stofnuninni um þá erlendu ríkisborgara sem leita til hennar um þjónustu eða félagsþjónustan hefur afskipti af í störfum sínum, ef þeir eru ekki með skráð lögheimili í þjóðskrá, þar með talda þá sem skráðir eru á utangarðsskrá.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2011120021 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir 2012.

 

Lagt fram bréf dags. 7. nóv. 2011 frá Hörpu Guðmundsdóttur forstöðumanni geðræktarmiðstöðvarinnar Vesturafls, ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2012. Í bréfinu kemur fram að allt að tuttugu manns eru virkir notendur Vesturafls dag hvern og að samvinnan við Starfsendurhæfinguna og VIRK hafi aukist.

 

Félagsmálanefnd samþykkir styrk til Vesturafls sem nemur kr. 900.000,- á árinu 2012.

 

   

9.

2011110040 - Rekstur Stígamóta 2012 - styrkbeiðni

 

Lagt fram áframsent erindi frá bæjarráði, bréf frá Stígamótum, ódagsett, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi fyrir rekstrarárið 2012. Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun Stígamóta fyrir árið 2012.

 

Félagsmálanefnd hafnar erindinu en leggur áherslu á að styrkja sambærilega þjónustu í heimabyggð.

 

   

10.

2011110024 - Öryggi barna hjá dagforeldrum

 

Lagt fram bréf frá velferðarráðuneytinu dags. 1. nóv. 2011 þar sem því er beint til sveitarstjórna að framfylgja reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005. Ábendingar hafa borist ráðuneytinu varðandi framkvæmd reglugerðarinnar og öryggi barna hjá dagforeldurum. Í bréfinu er áréttað hlutverk félagsmálanefnda gagnvart eftirfylgni sérstakra liða reglugerðarinnar.

 

Lagt fram til kynningar. Félagsmálanefnd beinir því til leik- og daggæslufulltrúa, sem sér um framkvæmd og eftirfylgni reglugerðarinnar, að kynna sér framkomið erindi.

 

   

 

11.

2010070042 - Fundargerðir 2010/2011 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

 

Lagðar fram fundargerðir 8. og 9. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

12.

2011120002 - 20 ára afmæli Tourette-samtakanna - bókargjöf

 

Í tilefni af 20 ára afmæli Tourette samtakanna sendu þau félagsþjónustunni eintak af bókinni Órólfur, sögubók fyrir börn um áráttu og þráhyggju.

 

Félagsmálanefnd þakkar bókargjöfina og óskar Tourette samtökunum til hamingju með afmælið og velfarnaðar í störfum sínum.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50

 

Guðfinna M Hreiðarsdóttir

Gunnar Þórðarson

Rannveig Þorvaldsdóttir

Jóna Benediktsdóttir

Sædís María Jónatansdóttir

Harpa Stefánsdóttir

Margrét Geirsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?