Félagsmálanefnd - 357. fundur - 7. júní 2011

Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Gunnar Þórðarson og Rannveig Þorvaldsdóttir. Jón Reynir Sigurðsson boðaði forföll, en í hans stað mætti Edda B. Magnúsdóttir. Fyrir mistök fórst fyrir að boða varamann Ragnhildar Sigurðardóttur, sem er í ársleyfi. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Harpa Stefánsdóttir, Sigfríður Hallgrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:

 

1.      Trúnaðarmál.

Fimm trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

2.      Húsfélag Hlífar I.

Sædís María Jónatansdóttir greindi frá stofnfundi Húsfélags Hlífar I, sem haldinn var föstudaginn 27. maí s.l. Stefán Haukur Ólafsson var kosinn formaður húsfélagsins.

 

3.      Verslun íbúa Hlífar. 

Lagður fram ársreikningur Verslunar íbúa Hlífar fyrir árið 2010. Guðmundur Kjartansson hjá Endurskoðun Vestfjarða mætti til fundar og gerði grein fyrir ársreikningnum. Þar kemur fram að verslunin var rekin með tapi á árinu 2010 og er eigið fé neikvætt. Ljóst er að bregðast þarf við stöðunni og breyta þjónustunni með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Jafnframt var lagður fram undirskriftalisti frá íbúum á Hlíf I og II, þar sem þeir mótmæla harðlega lokun verslunar á Hlíf.

 

4.      Framkvæmdasjóður aldraðra. 2011-02-0047

Greint frá úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2011 til Ísafjarðarbæjar, sem nemur          kr. 1.600.000,-.

 

5.      Breytingar á fjölskylduskrifstofu.

Rætt um nýafstaðnar breytingar á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Skóla- og tómstundasvið var skilið frá Skóla- og  fjölskylduskrifstofu. Aðrar breytingar voru þær að fjölskyldusvið stækkaði um síðustu áramót við yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélagsins.

Félagsmálanefnd leggur til að framvegis heiti skrifstofan Fjölskyldusvið Ísafjarðarbæjar.

 

6.      Samtök um kvennaathvarf, ársskýrsla 2010. 2011-05-0042

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Samtaka um kvennaathvarf fyrir árið 2010.

 

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:50. 

 

 

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður.

Gunnar Þórðarson.                                                                               

Rannveig Þorvaldsdóttir.

Edda B. Magnúsdóttir.                                                                      

Margrét Geirsdóttir.

Sigfríður Hallgrímsdóttir.                                                                  

Sædís María Jónatansdóttir.

Harpa Stefánsdóttir.

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?