Félagsmálanefnd - 356. fundur - 17. maí 2011

Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Gunnar Þórðarson, Jón Reynir Sigurðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Anna Valgerður Einarsdóttir, Sigfríður Hallgrímsdóttir, Harpa Stefánsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

Anna Valgerður Einarsdóttir ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:

 

1.      Trúnaðarmál.

Sex trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

2.      Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar. 2008-03-0032

Lagður fram til kynningar bæklingur og plakat með forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar. Félagsmálanefnd ákveður að halda kynningarfund um stefnuna þar sem þeir aðilar sem þátt tóku í forvarnarþinginu hafa kost á að staðfesta forvarnarstefnuna með undirskrift sinni. Félagsmálanefnd telur mikilvægt að forvarnarstefnan fái góða kynningu og að hún verði aðgengileg á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.

 

3.      Heimaþjónusta Ísafjarðarbæjar.  2011-03-0107

Lagt fram erindi frá Ingibjörgu Kjartansdóttur, deildarstjóra heimaþjónustunnar þar sem fram kemur að búið sé að endurskoða stöðugildi í heimaþjónustunni með tilliti til eftirspurnar eftir heimaþjónustu. Við endurskoðun kom í ljós að deildarstjóri getur hagrætt verkefnum á milli starfsmanna en endurskoðunin staðfestir að þörf er á aukningu stöðugilda um 7,5% stöðugildi í heimaþjónustu á Þingeyri. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að stöðugildi í heimaþjónustu á Þingeyri verði aukið um 7,5% stöðugildi.

 

4.      Þjónusta við eldri borgara í Önundarfirði og á Flateyri. 2011-04-0054

Starfsmaður greindi frá hugmyndum Félags eldri borgara í Önundarfirði og Skóla- og fjölskylduskrifstofu um að gerð verði þarfagreining vegna þjónustu við eldri borgara í Önundarfirði og á Flateyri.

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir að gerð verði þarfagreining vegna þjónustu við eldri borgara í Önundarfirði og á Flateyri.

 

5.      Húsfélag Hlífar I. 

Stofnað hefur verið húsfélagið Húsfélag Hlífar I vegna íbúða á Hlíf I. Aðilar að húsfélaginu eru Ísafjarðarbær, sem er eigandi að 24 íbúðum og einstaklingar sem eru eigendur samtals sex íbúða á Hlíf I. Stjórn húsfélagsins verður skipuð þremur stjórnarmönnum og mun Ísafjarðarbær eiga þar af tvo fulltrúa.

 

Félagsmálanefnd tilnefnir Rannveigu Þorvaldsdóttur og Sædísi Maríu Jónatansdóttur sem fulltrúa fyrir hönd Ísafjarðarbæjar í stjórn Húsfélags Hlífar I og Jón Reynir Sigurðsson og Margréti Geirsdóttur sem varafulltrúa. Stofnfundur Húsfélags Hlífar I er fyrirhugaður föstudaginn 27. maí n.k.

 

6.      Húsfélag Hlífar II. 2008-04-0071

Starfsmaður greindi frá síðasta aðalfundi Húsfélags Hlífar II.

 

7.      Heimahjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 2010-03-0077 

Starfsmenn kynntu niðurstöður viðræðna við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða um leiguverð húsnæðis á Hlíf fyrir heimahjúkrun. Starfsmenn leggja til að gengið verði að tilboði Heilbrigðisstofnunar í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem nú ganga yfir.

 

8.      Starfsendurhæfing Vestfjarða. 2011-04-0068

Lagður fram til kynningar ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða.

 

9.      Virk, starfsendurhæfingarsjóður.

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Virk, starfsendurhæfingarsjóðs.

 

10.  Önnur mál.

  1. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar. Ragnhildur Sigurðardóttir óskar eftir ársleyfi frá störfum í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:30. 

 

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður

Gunnar Þórðarson

Rannveig Þorvaldsdóttir

Ragnhildur Sigurðardóttir

Jón Reynir Sigurðsson

Anna V. Einarsdóttir

Margrét Geirsdóttir

Sigfríður Hallgrímsdóttir

Sædís María Jónatansdóttir

Harpa Stefánsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?