Félagsmálanefnd - 354. fundur - 22. mars 2011

Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Gunnar Þórðarson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Jón Reynir Sigurðsson boðaði forföll og enginn varamaður mætti fyrir hann.  Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:

 

1.      Trúnaðarmál.

Fimm trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

2.      Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar.  2008-03-0032.

Lögð fram forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar, sem hefur verið í mótun frá því í september 2010. Félagsmálanefnd samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og þakkar forvarnarfulltrúa, íbúum og starfsmönnum fyrir þeirra framlag við gerð stefnunnar.

             

 3.      Heimaþjónusta Ísafjarðarbæjar. 2011-03-0107.

Lögð fram greinargerð Ingibjargar Kjartansdóttur, deildarstjóra heimaþjónustu Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir 100% stöðugildi í heimaþjónustu til viðbótar við þau 4,27 sem nú eru.  Í kjölfar lokunar á þjónustudeild var ljóst að það kæmi fram þörf á fjölgun stöðugilda í heimaþjónustu, auk þess sem búast mætti við aukinni þörf fyrir þjónustu þar sem meðalaldur fer hækkandi í sveitarfélaginu.  Jafnframt kemur fram í stefnu Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum að koma skuli til móts við aukningu á þörf fyrir heimaþjónustu eftir því sem hún birtist.  Félagsmálanefnd vekur athygli á að engin aukning hefur verið á stöðugildum í heimaþjónustu undanfarin fimm ár.  Félagsmálanefnd frestar málinu til næsta fundar og óskar eftir frekari upplýsingum.

 

4.      Þjónustuhópur aldraðra.  2007-03-0053.

Lagðar fram til kynningar fundargerðir þjónustuhóps aldraðra frá 66. og 67. fundi. 

 

5.      Þjónusta við aldraða. 

Rætt um þjónustu við aldraða. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að óskað verði eftir fundi með velferðarráðherra þar sem gerð verði grein fyrir alvarlegri stöðu í dagvistarmálum aldraðra í sveitarfélaginu.  Það sé gert í ljósi m.a. hratt vaxandi þarfar fyrir úrræði í dagþjónustu, bæði fyrir almenn pláss og pláss fyrir heilabilaða.

 

6.      Jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar. 2010-05-0008.

Í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla hefst félagsmálanefnd handa við gerð jafnréttisáætlunar fyrir Ísafjarðarbæ. Félagsmálanefnd felur Ragnhildi Sigurðardóttur, fulltrúa í félagsmálanefnd, ásamt starfsmönnum, að leiða þá vinnu sem framundan er, en fyrsta skrefið er stöðutaka í jafnréttismálum. 

 

7.      Rannsókn á ofbeldi gegn konum.  Lögreglan. 2011-03-0035.

Lögð fram til kynningar skýrslan Rannsókn á ofbeldi gegn konum, Lögreglan, sem greinir frá niðurstöðum úr rannsókn er framkvæmd var 2010 af Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd fyrir félags- og tryggingamálamálaráðuneytið.

 

 

 Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:45.

 

 

 

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður.

Gunnar Þórðarson.                                                                               

Rannveig Þorvaldsdóttir.                                                                   

Ragnhildur Sigurðardóttir.                                                                 

Sædís María Jónatansdóttir.                                                              

Anna V. Einarsdóttir.                                                                        

Margrét Geirsdóttir.

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?