Félagsmálanefnd - 353. fundur - 15. febrúar 2011Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Gunnar Þórðarson, Jón Reynir Sigurðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Anna Valgerður Einarsdóttir, Sædís María Jónatansdóttir, Harpa Stefánsdóttir og Sigfríður Hallgrímsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð. Þetta var gert: 1.      Trúnaðarmál.Fimm trúnaðarmál rædd og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar. 2.      Myndun samráðshóps áfallahjálpar í lögregluumdæmum landsins. 2011-02-0025.Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða dagsett 27. janúar sl., ásamt afriti af bréfi Samráðshóps áfallahjálpar í SST dagsettu 29. desember 2010. Í bréfunum er fjallað um myndun samráðshópa áfallahjálpar í  lögregluumdæmum landsins.Lagt fram til kynningar. 3.      Starfsmarkmið vegna stefnu Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum. 2007-12-0001.Lögð fram starfsmarkmið félagsmálanefndar vegna stefnu Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum fyrir árið 2011.Félagsmálanefnd samþykkir starfsmarkmiðin fyrir sitt leyti. 4.      Umsókn um daggæsluleyfi.  2011-02-0034.Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur, leikskóla- og daggæslufulltrúa, þar sem Auður Helgadóttir kt. 060878-4209, sækir um leyfi til daggæslu í heimahúsi.Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir viðkomandi leyfi til daggæslu í heimahúsi á grundvelli greinargerðarinnar. 5.      Fjárhagsaðstoð. Kynnt skýrsla um ný neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi, sem kynnt eru á heimasíðu Velferðarráðuneytisins.   6.      Rannsókn á ofbeldi gegn konum: Reynsla kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi. 2011-02-0013.Lögð fram til kynningar skýrslan Rannsókn á ofbeldi gegn konum: Reynsla kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi, sem unnin var af þeim Elísabetu Karlsdóttur og Ásdísi A. Arnalds fyrir Félags- og tryggingamálaráðuneytið í desember 2010.         7.      Ungt fólk utan skóla 2009.   2011-01-0039.Lögð fram til kynningar skýrslan Ungt fólk utan skóla 2009: Félagsleg staða 16-20 ára ungmenna á Íslandi, sem ekki stunda nám við framhaldsskóla árið 2009, sem greinir frá niðurstöðum úr rannsókn er framkvæmd var 2009 af Rannsóknum og greiningu fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. 8.      Önnur mál.A.    Félagsmálanefnd fór og skoðaði nýtt húsnæði Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar á annarri hæð í Stjórnsýsluhúsinu.  Starfsemin mun hefjast í nýju húsnæði á næstu dögum.  Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:10  Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður.Gunnar Þórðarson.                                                                             Jón Reynir Sigurðsson.          Rannveig Þorvaldsdóttir.                                                                   Ragnhildur Sigurðardóttir.Sædís María Jónatansdóttir.                                                              Anna V. Einarsdóttir.                           Sigfríður Hallgrímsdóttir.                                                                  Harpa Stefánsdóttir.Margrét Geirsdóttir.   Er hægt að bæta efnið á síðunni?