Félagsmálanefnd - 351. fundur - 22. desember 2010


Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður og Gunnar Þórðarson. Jón Reynir Sigurðsson boðaði forföll og í hans stað mætti Edda B. Magnúsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir boðuðu forföll en Helga B. Jóhannsdóttir mætti sem varamaður en annar varamaður komst ekki til fundarins. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. 



Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.



 



Þetta var gert:



1.      Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar. 2008-03-0032.



Margrét Halldórsdóttir forvarnarfulltrúi Ísafjarðarbæjar kom og sagði frá vinnu við gerð forvarnarstefnu fyrir Ísafjarðarbæ. Rætt um næstu skerf við gerð forvarnarstefnunnar. Margréti er falið að vinna áfram að gerð forvarnarstefnu í samræmi við umræður á fundinum.



 



2.      Trúnaðarmál.



Þrjú trúnaðarmál rædd og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.



 



3.      Stefna Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum.  2007-12-0001.



Rætt um breytingar á stefnu Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum. Félagsmálanefnd samþykkir framkomnar breytingar sem einna helst eru tilkomnar vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra og nýrrar forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar.



 



4.      Sérstakar húsaleigubætur.  2009-01-0072.



Rætt um viðmið í drögum að nýjum reglum um sérstakar húsaleigubætur. Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að leggja fram á næsta fundi félagsmálanefndar tillögur að nýjum reglum um sérstakar húsaleigubætur.



                                       



5.       Öryrkjabandalag Íslands.



Lögð fram til kynningar ársskýrsla Öryrkjabandalags Íslands og niðurstaða könnunar frá október 2010 sem gerð var meðal örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega á lífskjörum og högum öryrkja.



 



6.      Önnur mál.



a)      Félag eldri borgara á Ísafirði. 2010-11-0014



Lagt fram bréf undirritað af Birni Helgasyni varaformanni Félags eldri borgara á Ísafirði þar sem óskar er eftir styrk fyrir árið 2011 að upphæð kr. 240.000,- vegna reksturs á félagsmiðstöðinni NAUST. Félagsmálanefnd hafnar erindinu í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.






Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:30.



 



Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður


Gunnar Þórðarson


Edda B. Magnúsdóttir


Helga B. Jóhannsdóttir


Margrét Geirsdóttir


Sædís María Jónatansdóttir


Anna V. Einarsdóttir



Er hægt að bæta efnið á síðunni?