Félagsmálanefnd - 349. fundur - 16. nóvember 2010



Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Gunnar Þórðarson, Jón Reynir Sigurðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. 



Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.



 



Þetta var gert:



1.      Trúnaðarmál.



Þrjú trúnaðarmál rædd og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.



 



2.      Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar. 2008-03-0032



Margrét Halldórsdóttir, forvarnarfulltrúi Ísafjarðarbæjar kom á fundinn og sagði frá helstu niðurstöðum íbúaþingsins, sem haldið var þann 11. nóvember s.l., vegna undirbúnings við gerð forvarnarstefnunnar. Fimmtíu manns mættu til íbúaþingsins og vill félagsmálanefnd þakka þeim fyrir þeirra framlag og jafnframt vill félagsmálanefnd þakka þeim Margréti Halldórsdóttur og Sigríði Kristjánsdóttur fyrir þeirra framlag. Rætt um næstu skref við gerð forvarnarstefnunnar. Margréti Halldórsdóttur, er falið að vinna áfram að gerð forvarnarstefnu í samræmi við umræður á fundinum.



 



3.      Fjárhagsáætlun 2011.  2010-09-0031.



Rætt um gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011. Rætt um helstu breytingar á fjárhagsáætlunum á milli áranna 2010-2011.



 



4.      Félag eldri borgara á Ísafirði. 2010-11-0014.



Lagt fram afrit af bréfi frá Félagi eldri borgara á Ísafirði, sem bæjarráð vísaði til félagsmálanefndar. Í bréfinu kemur fram sú ósk Félags eldri borgara á Ísafirði, að Ísafjarðarbær styrki félagið til að hafa opna félagsmiðstöð fyrir eldri borgara í húsnæði félagsins í kjallara Hlífar. Óskar félagið eftir starfsmanni sem svarar til fjögurra tíma á dag, fimm daga vikunnar á árinu 2011.



Félagsmálanefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu Ísafjarðarbæjar og bendir á að Ísafjarðarbær leggur nú þegar fram fé til starfsemi Félags eldri borgara á Ísafirði.



 



5.      Rannsókn á ofbeldi gegn konum.



Lagðar fram til kynningar tvær niðurstöðuskýrslur á rannsóknum á ofbeldi gegn konum. Önnur skýrslan fjallar um þjónustu 11 félagasamtaka í tengslum við ofbeldi á konum og hin fjallar um viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar vegna ofbeldis á konum. Skýrslurnar voru unnar af Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið.



 



6.      Stígamót. 2009-12-0025.



Lagt fram bréf frá Stígamótum, áframsent frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar þann 8. nóvember s.l., þar sem leitast er eftir að bæjar- og sveitarfélög styrki starf samtakanna. Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2011.



Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur sér ekki fært að verða við erindinu, þar sem félagsmálanefnd styrkir sambærilega starfsemi í sveitarfélaginu.



 



7.      EKRON.



Lagt fram bréf frá EKRON, atvinnutengdri endurhæfingu, þar sem hvatt er til þess að félagsþjónustur sveitarfélaga hugi sérstaklega að greiðslum fyrir fanga, sem sendir eru til endurhæfingar utan fangelsa í samræmi við þörf þeirra á félagslegri aðstoð.



 



8.      Önnur mál.



A.    Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.



   2009-10-00001.



Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður starfshóps um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, greindi frá kynningarfundum er haldnir hafa verið og fyrirhugaðir eru vegna yfirfærslunnar.



 



Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:40.



 



Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður.



Gunnar Þórðarson.                                                                 



Rannveig Þorvaldsdóttir.                                                                                                       



Jón Reynir Sigurðsson.                                                          



Ragnhildur Sigurðardóttir.                                                       



Anna Valgerður Einarsdóttir.                                                



Margrét Geirsdóttir.



Sædís María Jónatansdóttir.                                                     



 




Er hægt að bæta efnið á síðunni?