Félagsmálanefnd - 348. fundur - 2. nóvember 2010


Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Gunnar Þórðarson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Jón Reynir Sigurðsson boðaði forföll og enginn mætti í hans stað.  Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. 



Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.



 



Þetta var gert:



 



1.      Trúnaðarmál.



Eitt trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.


 



 



2.      Stefna Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum. 2007-12-0001



Rætt um Stefnu Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum. Umræður um breytingar á einstökum köflum stefnunnar. Umræður um breytingar á kaflanum um húsnæðismál. Jafnframt var rætt um endurskoðunarferli stefnunnar. Málið tekið fyrir á ný á næsta fundi nefndarinnar.


 






3.      Fjárhagsáætlun 2011. 



Rætt um gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011.  Forstöðumaður sagði frá stöðunni í fjárhagsáætlunargerð ársins 2011.  Gert er ráð fyrir fundi í félagsmálanefnd vegna fjárhagsáætlunarinnar þann 10. nóvember 2010.


 






4.      Húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur, áætlun 2011. 2010-10-0017.



Lagðar fram til kynningar áætlanir vegna greiðslu húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubóta á árinu 2011. Fjárhagsáætlanirnar gætu tekið breytingum þegar fyrir liggur samkomulag ríkis og sveitarfélaga um fyrirkomulag húsaleigubóta og fjármögnun á þeim, en fyrra samkomulag rann út í mars s.l. Í fjárlagafrumvarpi Alþingis er gengið út frá því sem aðhaldsráðstöfun að í nýju samkomulagi ríkis og sveitarfélaga verði gerðar breytingar á kerfinu sem dragi úr útgjöldum.  






 



5.      Þjónustuhópur aldraðra. 2007-03-0053



Lögð fram til kynningar fundargerð þjónustuhóps aldraðra frá 65. fundi.






 



6.      Önnur mál.



A.    Bréf  frá félags- og tryggingamálanefnd Alþingis. 2010-11-0006. Umsögn um frumvarp. Lagt fram bréf félags- og tryggingamálanefndar Alþingis dagsett 25. október s.l. þar sem    óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um húsnæðismál 100. mál. Umsögnin verður samin í samvinnu nefndarmanna og starfsmanna Skóla- og fjölskylduskrifstofu fyrir tilskilinn frest.



 



 



 



 



Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:35.



 



 



Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður



Rannveig Þorvaldsdóttir                                                                 



Gunnar Þórðarson                                                                         



Ragnhildur Sigurðardóttir                                                       



Sædís María Jónatansdóttir                                                     



Anna Valgerður Einarsdóttir                                                          



Margrét Geirsdóttir



 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?