Félagsmálanefnd - 346. fundur - 5. október 2010

Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Gunnar Þórðarson, Jón Reynir Sigurðsson og Rannveig Þorvaldsdóttir. Ragnhildur Sigurðardóttir boðaði forföll, en í hennar stað mætti Ari Klængur Jónsson. Jafnframt sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Margrét Halldórsdóttir, forvarnarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, mætti til fundarins undir 1. lið en vék síðan af fundi. Auður Finnbogadóttir mætti til fundarins undir 3. lið en vék síðan af fundi.


Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.Þetta var gert:1. Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar. 2008-03-0032


Margrét Halldórsdóttir, forvarnarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, kom og sagði frá vinnu við undirbúning að gerð nýrrar forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar. Margrét lagði fram verkáætlun um gerð stefnunnar og kynnti tillögur að fyrirkomulagi íbúaþings, þar sem grunnur verði lagður að forvarnarstefnunni. Margréti er falið að halda áfram vinnu við undirbúning nýrrar forvarnarstefnu.2. Trúnaðarmál.


Tvö trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.3. Yfirfærsla á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélags.    2009-10-0001


Lögð fram greinargerð starfshóps er unnið hefur að undirbúningi á yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélagsins. Þær Guðfinna Hreiðarsdóttir, Anna Valgerður Einarsdóttir og Auður Finnbogadóttir eru í starfshópnum er vinnur að undirbúningi yfirfærslunnar og gerðu þær grein fyrir efni greinargerðarinnar og vinnu starfshópsins. Guðfinna kynnti jafnframt framkvæmdaáætlun fram til áramóta vegna yfirfærslunnar.


 Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur greinargerðarinnar er lúta að nýju skipuriti fyrir Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fyrirkomulag á þjónustu skrifstofunnar eftir yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélagsins með fyrirvara um ákvörðun vegna viðbótarstöðugildis félagsráðgjafa. Félagsmálanefnd frestar ákvörðun um nýtt stöðugildi félagsráðgjafa og óskar eftir nánari upplýsingum um þörf fyrir það.


 Félagsmálanefnd er sammála því áliti starfshópsins að eðlilegt sé að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum sameinist um alla félagsþjónustu, en geri annars með sér þjónustusamninga um sértæka þjónustu.


 Félagsmálanefnd telur mikilvægt að starfshópurinn starfi áfram eftir yfirfærsluna og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að hún samþykki að hann starfi til ársins 2014 samkvæmt tillögu í greinargerðinni.4. Gróska skráningar- og upplýsingakerfi. 2010-09-0055


Lagt fram til kynningar bréf frá Forsvari ehf., er kynnir Grósku skráningar- og upplýsingakerfi fyrir sértæka og almenna félagsþjónustu sveitarfélaga.5. Jafnrétta, blað Jafnréttisstofu.


Jafnrétta, blað Jafnréttisstofu.  Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:20.

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður.


Jón Reynir Sigurðsson.      


Rannveig Þorvaldsdóttir.      


Gunnar Þórðarson.        


Ari Klængur Jónsson.


Sædís María Jónatansdóttir.       


Anna Valgerður Einarsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?