Félagsmálanefnd - 345. fundur - 21. september 2010

Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Ragnhildur Sigurðardóttir, Gunnar Þórðarson og Rannveig Þorvaldsdóttir. Jón Reynir Sigurðsson mætti ekki en í hans stað mætti Edda Björk Magnúsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Margrét Halldórsdóttir, forvarnarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, mætti til fundarins undir 1. lið en vék síðan af fundi.


Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.Þetta var gert:1.Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar. 2008-03-0032


Í samræmi við starfsmarkmið í stefnu Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum kom Margrét Halldórsdóttir, forvarnarfulltrúi Ísafjarðarbæjar og sagði frá hugmyndum að ferli við gerð forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar.


Félagsmálanefnd felur forvarnarfulltrúa að hefja vinnu við gerð nýrrar forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar.2.Trúnaðarmál.


Þrjú trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.3.Umsókn um daggæsluleyfi. 2010-09-0021


Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur, leikskóla- og daggæslufulltrúa, þar sem Gyða Björg Jónsdóttir, kt. 090267-3109, sækir um leyfi til daggæslu í heimahúsi.


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir viðkomandi leyfi til daggæslu í heimahúsi á grundvelli greinargerðar Sigurlínu Jónasdóttur.4.Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. - Reykjadalur. 2010-09-0028


Lagt fram erindi frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra þar sem óskað er eftir þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal í Mosfellsbæ. Styrktarfélagið óskar eftir að sveitarfélagið greiði kr. 115.200,- sem framlag vegna dvalar þeirra einstaklinga er sóttu sumarbúðirnar frá Ísafjarðarbæ sumarið 2010. Þrír einstaklingar frá Ísafjarðarbæ sóttu sumarbúðirnar á nýliðnu sumri og dvöldu þar í eina viku hvert. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir að greiða umbeðið framlag.5.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga.


Fulltrúar Ísafjarðarbæjar á Landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga er haldinn var á Akureyri 10.-11. september s.l. voru Ragnhildur Sigurðardóttir og Sædís María Jónatansdóttir. Samhliða fundinum fagnaði Jafnréttisstofa tíu ára afmæli sínu. Ragnhildur og Sædís María sögðu frá þátttöku sinni á fundinum og lögðu fram til kynningar ályktanir fundarins en þær má finna á vefsíðunni jafnretti.is.


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar sendir Jafnréttisstofu hamingjuóskir í tilefni af afmælinu.6.Sérstakar húsaleigubætur. 2007-01-0072


Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um sérstakar húsaleigubætur. Umræðu um reglurnar verður fram haldið á næsta fundi nefndarinnar.7.Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki. 2010-09-0037


Lögð fram styrks- og stuðningsbeiðni frá Dropanum, styrktarfélagi barna með sykursýki. Félagið vinnur nú að undirbúningi unglingabúða og sumarbúða fyrir sumarið 2011. Á nýliðnu sumri fór einn einstaklingur frá Ísafjarðarbæ í barnabúðirnar og einn í unglingabúðirnar. Markmið búðanna er að kenna börnum og ungmennum með sykursýki að lifa með sjúkdómnum.


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar hafnar erindinu að sinni, þar sem ekki var gert ráð fyrir slíku framlagi í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:55.

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður.


Edda Björk Magnúsdóttir


Rannveig Þorvaldsdóttir.      


Gunnar Þórðarson.


Ragnhildur Sigurðardóttir.


Sædís María Jónatansdóttir. 


Margrét Geirsdóttir.


Anna Valgerður Einarsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?