Félagsmálanefnd - 341. fundur - 19. maí 2010


Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Rannveig Þorvaldsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Inga S. Ólafsdóttir. Hrefna R. Magnúsdóttir mætti ekki, en í hennar stað mætti Kristín Oddsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Kristín Oddsdóttir vék af fundi kl. 17:15.  Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð. Þetta var gert:

1.      Liðveisla sumarið 2010.      Rætt um fyrirkomulag liðveislu sumarið 2010. 2.      Reglur um ferliþjónustu í Ísafjarðarbæ. 2010-05-0039Lagðar fram nýjar reglur um ferliþjónustu í Ísafjarðarbæ.Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að bæjarstjórn samþykki nýjar reglur um ferliþjónustu í Ísafjarðarbæ. 3.      Reglur um heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ. 2010-05-0038Lagðar fram nýjar reglur um heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ.Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að bæjarstjórn samþykki nýjar reglur um heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ. 4.      Starfsendurhæfing Vestfjarða, ársskýrsla 2009.Lögð fram til kynningar ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða fyrir árið 2009. 5.      Sumarbúðirnar Ástjörn.Lagður fram til kynningar bæklingur um sumarbúðir að Ástjörn. 6.      Önnur mál  A.        Málefni fatlaðra. 2009-10-0001.Lagt fram bréf dags. 16. maí s.l. frá Styrktarfélagi fatlaðra á Vestfjörðum þar sem óskað er eftir að félagið eigi fulltrúa í starfshópi sem félagsmálanefnd lagði til á síðasta fundi nefndarinnar að yrði stofnaður. Starfshópurinn á að vinna að undirbúningi yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.Félagsmálanefnd samþykkir að Styrktarfélag fatlaðra á Vestfjörðum eigi fulltrúa í starfshópnum. 7.      TrúnaðarmálFjögur trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar. Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl.  18:15


Gísli H. Halldórsson, formaður


Elín Halldóra Friðriksdóttir


Rannveig Þorvaldsdóttir


Inga S. Ólafsdóttir


Kristín Oddsdóttir


Anna Valgerður Einarsdóttir


Sædís María JónatansdóttirEr hægt að bæta efnið á síðunni?