Félagsmálanefnd - 340. fundur - 4. maí 2010


Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Rannveig Þorvaldsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Inga S. Ólafsdóttir mætti ekki og enginn í hennar stað. Hrefna R. Magnúsdóttir mætti ekki og enginn í hennar stað. Jafnframt sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. 



Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.



 



Þetta var gert:





1.      Umsókn um daggæsluleyfi.2010-05-0009



Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur, leikskóla- og daggæslufulltrúa, þar sem Sóley Arnórsdóttir kt. 060278-4079 og Elín Hólm kt. 270583-5049, sækja um leyfi til daggæslu í heimahúsi.



Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir viðkomandi leyfi til daggæslu í heimahúsi á grundvelli greinargerðar Sigurlínu.






2.
     
Skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélags árið 2009. 2010-05-0010



Fjallað um skýrslu um félagsþjónustu sveitarfélagsins árið 2009, sem Ísafjarðarbær gerði skil á til Hagstofu Íslands í janúar s.l. Í skýrslunni er gert grein fyrir félagsþjónustu er snýr að daggæslu barna á einkaheimilum, félagslegri heimaþjónustu, þjónustu við fatlaða og fjárhagsaðstoð.






3.
     
Jafnréttisáætlun. 2010-05-0008



Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafist handa við gerð jafnréttisáætlunar fyrir Ísafjarðarbæ skv. lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla nr. 10/2008 og með hliðsjón af Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum. Félagsmálanefnd felur starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu að taka stöðuna á jafnréttismálum hjá sveitarfélaginu, sem lið í gerð jafnréttisáætlunar, í samræmi við það sem rætt var á fundinum.






4.
     
Húsnæðismál Félags eldri borgara á Ísafirði. 2008-08-0023



Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar og Félag eldri borgara á Ísafirði hafa rætt um að Félag eldri borgara á Ísafirði fái til afnota rými í kjallara að Hlíf II á Torfnesi.



Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki að Félag eldri borgara á Ísafirði fái afnot af rými í kjallara að Hlíf II skv. samningi þar um.






5.
     
Félags- og menningarmiðstöðin að Hafnarstræti 11 á Flateyri. 2008-04-0035



Rætt um aðalfund Félags- og menningarmiðstöðvarinnar að Hafnarstræti 11 á Flateyri, sem haldinn var 21. apríl s.l.






6.
     
Önnur mál  



A.        Málefni fatlaðra. 2009-10-0001.



Rætt um málefni fatlaðra. Í ljósi bókunar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar á 655. fundi þess þann 3. maí s.l. leggur félagsmálanefnd til að stofnaður verði starfshópur sem vinni að undirbúningi yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.



Félagsmálanefnd leggur til að í starfshópnum verði einn fulltrúi frá félagsmálanefnd, tveir fulltrúar frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og tveir frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum. Tillagan er lögð fram með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á ofangreindri bókun bæjarráðs.



 



Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl.  18:10



 



Gísli H. Halldórsson, formaður


Elín Halldóra Friðriksdóttir


Rannveig Þorvaldsdóttir



Anna Valgerður Einarsdóttir


Sædís María Jónatansdóttir



Var efnið á síðunni hjálplegt?