Félagsmálanefnd - 339. fundur - 16. mars 2010

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Rannveig Þorvaldsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Inga S. Ólafsdóttir. Kristín Oddsdóttir sat fundinn í forföllum Hrefnu R. Magnúsdóttur.   Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir og Anna Valgerður Einarsdóttir starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. 


Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:


1. Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.Starfsmaður svaraði fyrirspurn frá síðasta fundi þar sem honum var falið að afla upplýsinga um hve mikill kostnaður gæti falist í því fyrir sveitarfélagið að samþykkja sáttmálann. Jafnréttisstofa og Samband Íslenskra sveitarfélaga hafa engar upplýsingar um hvaða kostnaður gæti verið því samfara að samþykkja sáttmálann en telja að hann verði óverulegur.  Ofangreindir aðilar leggja áherslu á að hægt sé að taka lítil skref í einu og vinna að afmörkuðum verkefnum innan sáttmálans.  Gera má ráð fyrir nokkrum faglegum ávinningi af innleiðingu þeirra vinnuferla sem sáttmálinn kveður á um. Þar sem lögin um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 gera þar að auki í raun svipaðar kröfur og Evrópusáttmálinn um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum leggur félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún gerist aðili að sáttmálanum.2.     Námskeið á vegum jafnréttisstofu. 


Á síðasta fundi félagsmálanefndar var starfsmanni falið að leita upplýsinga hjá Jafnréttisstofu um námskeið á vegum hennar.  Jafnréttisstofa býður upp á námskeið í jafnréttisáætlunargerð, kynjasamþættingu og nánari fræðslu um Evrópusáttmálann.  Félagsmálanefnd stefnir að   námskeiði þann 12. apríl 2010 og er starfsmönnum falið að undirbúa það ásamt Jafnréttisstofu.3.  Trúnaðarmál


 Fjögur trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.

4. Önnur mál  


A. Lagt fram til kynningar bréf og kynningarbæklingar frá EKRON mótt. 16. febrúar  2010.  EKRON, sem er atvinnutengd endurhæfing, býður þjónustu fyrir fólk sem  glímir við afleiðingar vímuefnaneyslu. 2010-02-0050.


B. Lögð fram til kynningar skýrsla forvarnardagsins 2009.  Í henni eru svör ungmenna  um aukna samveru með fjölskyldu, hvernig hvetja megi til frekari þátttöku í  skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi og fresta því að hefja áfengisneyslu. 


 Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl.  17:43

Gísli H. Halldórsson, formaður.


Kristín Oddsdóttir.                 


Rannveig Þorvaldsdóttir.                   


Elín Halldóra Friðriksdóttir          


Inga S. Ólafsdóttir


Margrét Geirsdóttir.               


Anna Valgerður Einarsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?