Félagsmálanefnd - 334. fundur - 1. desember 2009

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Kristín Oddsdóttir sat fundinn í forföllum Rannveigar Þorvaldsdóttur, Inga S. Ólafsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Guðný Steingrímsdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Guðný Steingrímsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:1. Starfsendurhæfing Vestfjarða.    2009-10-0042.


Til fundar við félagsmálanefnd er mættur forstöðumaður Starfsendurhæfingar Vestfjarða, Harpa Kristjánsdóttir, til að ræða erindi um styrkbeiðni og fyrirkomulag starfseminnar. Félagsmálanefnd telur æskilegt að jafna aðstöðumun íbúa sveitarfélagsins og samþykkir að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2010 að veita Starfsendurhæfingu Vestfjarða styrk að upphæð kr. 100.000.-. 2. Tilboð um þjónustuúrræði. 2007-08-0030.


Lagt fram erindi um tilboð um  þjónustu við aldraða. Ekki var fjallað um erindið þar sem það  var dregið til baka. 3. Evrópusáttmáli, um jafna stöðu kvenna og karla.


Lagt fram erindi frá 267. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 12. nóvember 2009, þar sem óskað er eftir að félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar taki Evrópusáttmálann til skoðunar með það fyrir augum að leggja mat á hvort bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar geti samþykkt sáttmálann. Félagsmálanefnd mun taka sáttmálann til skoðunar eftir áramót og svara bæjarstjórn í framhaldi af því. Félagsmálanefnd telur þetta góðan stað til að hefja vinnu við gerð jafnréttisáætlunar sem fer fram í vetur.4. Menntasmiðja/Menntaver.


 Lagt fram bréf frá skólastjórnendum Grunnskólans á Ísafirði og grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi frá sveitarfélaginu til að koma á fót menntasmiðju/menntaveri í grunnskólanum. Grunnskólinn mun sjá um kennslu og aðbúnað varðandi úrræðið, en telur mikilvægt að félagsmálanefnd og barnaverndarnefnd hafi aðkomu að úrræðinu, þar sem um mikilvægt forvarnarstarf sé að ræða. Áætlaður kostnaður úrræðisins næstu sex mánuði er um 2,1 milljón króna.


Félagsmálanefnd telur verkefnið æskilegt og vill að gert verði ráð fyrir hlutdeild í kostnaðinum.


Hrefna R. Magnúsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:


,,Mikilvægt er að ofangreint úrræði stuðli ekki að aðgreiningu eða félagslegri einangrun þeirra nemenda sem hér um ræðir og áríðandi að þeir aðilar sem að málum nemendanna koma s.s. foreldrar, starfsmenn skóla og aðrir starfi náið saman.?

5. Þjónusta við aldraða.  2009-06-0001.


Rætt um breytingar á þjónustu við aldraða með hliðsjón af gerð fjárhagsáætlunar árið 2010. Umræðu haldið áfram á næsta fundi félagsmálanefndar.6. Fjárhagsáætlun 2010.  2009-09-0021.


Rætt um fjárhagsáætlun 2010. Umræðu haldið áfram á næsta fundi félagsmálanefndar.7. Vesturafl. 2008-12-0025.


Umræða um erindi frá Hörpu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Vesturafls, þar sem hún óskar eftir áheyrn fulltrúa félagsmálanefnar á næsta fundi til að ræða styrk fyrir starfsemina rekstrarárið 2010.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:35


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.                                                


Kristín Oddsdóttir.


Hrefna R. Magnúsdóttir.                                                      


Inga S. Ólafsdóttir.  


Guðný Steingrímsdóttir.       


Margrét Geirsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?