Félagsmálanefnd - 332. fundur - 13. október 2009

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Inga S. Ólafsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Jafnframt sátu fundinn Guðný Steingrímsdóttir og Anna V. Einarsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Guðný Steingrímsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:


1. Félagslegar íbúðir. 2009-10-0019.Umræða um félagslegar leiguíbúðir hjá Ísafjarðarbæ. Félagsmálanefnd telur mikilvægt að marka ákveðna stefnu í þessum málum og felur starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu að afla frekari upplýsinga og koma með tillögur að vinnureglum á næsta fundi nefndarinnar.2. Þjónusta við aldraða.  2007-08-0030.


Rætt um fyrirhugaðar breytingar á Hlíf vegna lokunar Þjónustudeildar. Forstöðumaður Hlífar í samráði við starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu eru að skoða lausnir varðandi öryggismál. Verið er að vinna að endurskoðun þjónustu við aldraða.


Umræðum haldið áfram á næsta fundi.3. Námskeið í breytingarstjórnun. 2009-10-0001.


Lagt fram bréf um boð til þátttöku á námskeiði í breytingarstjórnun á vegum ParX viðskiptaráðgjafar. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vestfjörðum hefur boðið sveitarfélaginu að taka þátt í námskeiðinu vegna fyrirhugaðrar yfirfærslu málaflokks fatlaðra til sveitarfélaga árið 2011.


Félagsmálanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að undirbúningur og innleiðing yfirfærslunnar verði með sem bestum hætti. Nefndin þakkar því Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum fyrir og þiggur gott boð.4. Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga árið 2011. 2009-10-0001.


Umræða um fyrirhugaða yfirfærslu málaflokksins. Fyrirspurnir hafa verið sendar til fimm reynslusveitarfélaga um hvaða leiðir voru valdar til að samþætta þjónustuna annarri þjónustu sveitarfélagsins og um mat á því hvernig til hefur tekist. Rætt um þau svör sem hafa borist. Umræðum frestað.6. Trúnaðarmál.


Eitt trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:40.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.                                            


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Inga S. Ólafsdóttir.


Guðný Steingrímsdóttir.                                          


Anna Valgerður Einarsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?