Félagsmálanefnd - 330. fundur - 8. september 2009

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Ásthildur Gestsdóttir er flutt úr sveitarfélaginu og hefur sagt sig úr félagsmálanefnd en ekki hefur verið tilnefndur fulltrúi í hennar stað. Fyrir mistök var varamaður hennar ekki boðaður. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Guðný Steingrímsdóttir og Anna Valgerður Einarsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Guðný Steingrímsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.2. Landsfundur jafnréttisnefnda á Ísafirði 2009.


Lögð fram til kynningar dagskrá Landsfundar jafnréttisnefnda, sem haldinn verður á Ísafirði dagana 10.-11. september 2009.


Félagsmálanefnd þakkar starfsmanni fyrir vandaðan undirbúning landsfundarins.3. Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga árið 2011.


Rætt um fyrirhugaðan flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaga árið 2011.


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur mikilvægt að sveitarfélagið hefji undirbúning sem fyrst og felur starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu, að kynna sér næstu skref í þeim efnum. Umræðum verður haldið áfram á næsta fundi.4. Skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélags árið 2008.


Lögð fram til kynningar skýrsla til Hagstofu Íslands um félagsþjónustu Ísafjarðarbæjar árið 2008. Starfsmanni falið að koma með nánari upplýsingar um einstaka liði skýrslunnar á næsta fundi nefndarinnar.5. Þjónusta við aldraða.


Rætt um þjónustu við aldraða. Forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu falið að hreyfa við hugmyndum um þjónustu við aldraða á Ísafirði.


 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:00


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Elín H. Friðriksdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður.


Guðný Steingrímsdóttir.


Anna Valgerður Einarsdóttir.Er hægt að bæta efnið á síðunni?