Félagsmálanefnd - 327. fundur - 7. apríl 2009

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Ásthildur Gestsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Hrefna R. Magnúsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar mætti til fundar kl. 16:40 og fór af fundi 17:30. Guðný Steingrímsdóttir ritaði fundargerð.Þetta var gert:


1. Stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.  2007-12-0001.Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti stefnu Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum á fundi sínum þann 19. mars s.l. og fagnar félagsmálanefnd þeim áfanga. Félagsmálanefnd samþykkir að fela starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu að koma með tillögur að starfsmarkmiðum fyrir árið 2009 á fund félagsmálanefndar fyrir lok maí, þar sem áhersla sé lögð á lögbundna þjónustu.2.  Starfsendurhæfing Vestfjarða. 2009-03-0003.


Lagt fram til kynningar áframsent erindi frá bæjarráði, bréf frá Starfsendurhæfingu Vestfjarða dagsett 25. febrúar sl., þar sem fram kemur að stofndagur var þann 25. september 2008. Ráðinn hefur verið forstöðumaður til starfa, sem er Harpa Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi. Starfsendurhæfingin verður til húsa í Þróunar- og háskólasetri Vestfjarða við Árnagötu á Ísafirði. 3. Grunnþjónusta á sviði félagsþjónustu.  2009-03-0062


Lagt fram áframsent erindi frá bæjarráði, frá Samb. ísl. sveitarfélaga er varðar grunnþjónustu á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga, en þann 10. október 2008 sendu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og stjórn Samb. ísl. sveitarfélaga frá sér yfirlýsingu um aukið samstarf vegna stöðu efnahagsmála. Í erindinu eru upplýsingar og greiningar er varða grunnþjónustu á sviði félagsþjónustu. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að upplýsingarnar verði nýttar við setningu starfsmarkmiða í stefnumótun.4. Evrópuverkefni.  2009-03-0035.


Sædís María Jónatansdóttir greindi frá kynningarfundi er hún sótti fyrir hönd Skóla- og fjölskylduskrifstofu þar sem fjallað var um möguleika á styrkjum til að taka þátt í evrópskum verkefnum. Fundurinn var á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga og var haldinn í fundarsal Háskólaseturs Vestfjarða mánudaginn 23. mars s.l.5. Þjónusta við aldraða, þjónustudeildin á Hlíf. 2005-02-0121.


Rætt um málefni þjónustudeildarinnar á Hlíf. Áður en ákvörðun um framtíð þjónustudeildar er tekin telur félagsmálnefnd að virðing fyrir einstaklingnum og réttur til ákvörðunartöku skuli vera leiðarljós og að samvinna við íbúa og starfsfólk sé grundvallaratriði þegar teknar eru ákvarðanir um breytingar á heimilishögum og grunnþjónustu.6. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:30.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Ásthildur Gestsdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.


Guðný Steingrímsdóttir,félagsráðgjafi.


Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi.


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu ÍsafjarðarbæjarEr hægt að bæta efnið á síðunni?