Félagsmálanefnd - 325. fundur - 10. febrúar 2009

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Ásthildur Gestsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Hrefna R. Magnúsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.Þetta var gert:1. Stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.  2007-12-0001.


Unnið að stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar. Félagsmálanefnd felur formanni nefndarinnar og starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu að ganga frá stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn.2. Fræðsluritið Ofbeldi í nánum samböndum.  2009-01-0037.


Lagt fram til kynningar fræðsluritið Ofbeldi í nánum samböndum, orsakir, afleiðingar og úrræði sem gefið var út af Félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Ritið er ætlað félagsþjónustum og er hluti af fimm fræðsluritum fyrir tilteknar fagstéttir. Ritin eru jafnframt gefin út á heimasíðu Félags- og tryggingamálaráðuneytisins.3. Foreldragreiðslur.  2009-01-0036.


Lagt fram kynningarbréf um foreldragreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins dags. 5. janúar s.l. Í bréfinu eru kynntar foreldragreiðslur sem eru greiðslur til foreldra sem eiga langveikt eða alvarlega fatlað barn og geta ekki verið á vinnumarkaði eða í námi vegna umönnunar við barnið.4. Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til umræðu. 


Lagt fram til kynninar bréf frá Lindu Rós Alfreðsdóttur í Félags- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem kynnt er vinna við framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum, hana má finna á vef Félags- og tryggingamálaráðuneytisins.5. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:35.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Ásthildur Gestsdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.


Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi.


Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?