Félagsmálanefnd - 324. fundur - 20. janúar 2009

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Ásthildur Gestsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Hrefna R. Magnúsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð. Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu mætti til fundar kl. 17:00.



Þetta var gert:



1. Umsókn um daggæsluleyfi.  2009-01-0050.


Tekin fyrir umsókn frá Ingu Kristínu Pétursdóttur kt. 230189-3319, um leyfi til daggæslu í heimahúsi. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir viðkomandi leyfi til daggæslu í heimahúsi með fyrirvara um að slökkvilið Ísafjarðarbæjar geri ekki athugasemdir varðandi húsnæðið.



2. Leiðbeiningar um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.  2008-12-0043.


Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar Félags- og tryggingamálaráðuneytisins um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Félagsmálanefnd leggur til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki samkvæmt reglum Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð.



3. Vesturafl.  2008-12-0025.


Lagt fram bréf frá Hörpu Guðmundsdóttur forstöðumanni Vesturafls þar sem óskað er eftir kr. 900.000,- í rekstarstyrk fyrir árið 2009.


Félagsmálanefnd felur forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu að gera ráð fyrir styrk til Vesturafls við gerð fjárhagsáætlunar. Jafnframt óskar nefndin eftir fundi fljótlega með forráðamanni Vesturafls þar sem kynntir verði ársreikningar Vesturafls og starfsemi.



4. Sjónarhóll.  2008-12-0044.


Tekið fyrir bréf frá Guðríði Hlíf Aðalsteinsdóttur framkvæmdastjóra Sjónarhóls dags 5. desember 2008 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2009. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur sig ekki geta samþykkt erindið að þessu sinni.



5. Öldrunarþjónusta í Ísafjarðarbæ.


Rætt um öldrunarþjónustu í Ísafjarðarbæ.



6. Samningur um þvott fyrir Hlíf.  2009-01-0032.


Rætt um samning á milli Efnalaugarinnar Alberts og Ísafjarðarbæjar um þvotta fyrir Þjónustudeild Hlífar, íbúa á Hlíf og dagdeild Hlífar. Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að leita eftir endurskoðun samningsins við Efnalaugina Albert í samræmi við umræður á fundinum.



7. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:25.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Ásthildur Gestsdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.


Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi.


Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi.


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?