Félagsmálanefnd - 322. fundur - 2. desember 2008

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Gréta Gunnarsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Hrefna R. Magnúsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskyldu-skrifstofu. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.Þetta var gert:1. Stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar. 2007-12-0001


Unnið að stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.2. Íslenskunám fyrir foreldra skólabarna af erlendum uppruna. 2008-11-0056


Lagt fyrir bréf dags. 10. nóvember 2008, undirritað af grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar.  Í bréfinu kemur fram að Skóla- og fjölskylduskrifstofa Ísafjarðarbæjar hafi hug á samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða vegna náms í íslensku fyrir foreldra skólabarna af erlendum uppruna.  Sótt er um styrk til félagsmálanefndar til að geta greitt mismun, kr. 3.000,- á mann, sem er hlutur hvers þátttakanda á námskeiðinu. 


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir að taka þátt í verkefninu. 3. Umsókn um daggæsluleyfi. 2008-11-0055


Tekin fyrir umsókn frá Guðnýju Hörpu Henrysdóttur kt. 130683-3719, um leyfi til daggæslu í heimahúsi.


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir viðkomandi leyfi til daggæslu í heimahúsi.4. Kvennaathvarf, styrkumsókn. 2008-10-0073


Lagt fram bréf frá Þórlaugu R. Jónsdóttur, rekstrarstjóra Kvennaathvarfs, dags. í október 2008 þar sem óskað er eftir kr. 300.000,- rekstrarstyrk fyrir komandi starfsár.  Umsókninni fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. 


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur sér ekki fært að verða við beiðni Kvennaathvarfsins að þessu sinni.5. Félag eldri borgara á Ísafirði. 2008-08-0023


Lagt fram bréf frá Halldóri Hermannssyni formanni stjórnar Félags eldri borgara á Ísafirði varðandi húsnæði fyrir félagsaðstöðu.


Félagsmálanefnd þakkar fyrir bréfið. Nefndin stefnir að því að halda fund með Félagi eldri borgara á Ísafirði í byrjun næsta árs.6. Öryrkjabandalag Íslands.


Lagt fram til kynningar tímarit Öryrkjabandalags Íslands 2008 og ársskýrsla ÖBÍ 2007-2008.7. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.8. Þjónusta á Hlíf. 2008-11-0009.


Lagður fram til kynningar samningur um þjónustu hárskera á Hlíf, Torfnesi.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:40.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Gréta Gunnarsdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.


Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi.


Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi.


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.Er hægt að bæta efnið á síðunni?