Félagsmálanefnd - 318. fundur - 16. september 2008

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Ásthildur Gestsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Hrefna R. Magnúsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.



Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



2. Félag eldri borgara á Ísafirði. 2008-08-0023


Fjallað um bréf frá Félagi eldri borgara á Ísafirði, dags. 10. ágúst s.l. er lagt var fram á fundi félagsmálanefndar þann 3. sept. s.l. og varðar félagsaðstöðu fyrir eldri borgara. Starfsmanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu er falið að vinna áfram að málinu.



3. Húsnæði fyrir félagsaðstöðu. 2008-08-0036


Lagt fram bréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa er varðar frístundahús. Félagsmálanefnd lýsir ánægju sinni með vinnslu málsins og telur rétt að málið verði áfram unnið á sömu nótum.



4. Jafnréttismál. 2008-09-0027


Tekið fyrir áframsent erindi frá fundi bæjarráðs þann 8. september s.l. Erindið varðar bréf mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar dags. 5. september s.l. þar sem lagt er til að skipuð verði jafnréttisnefnd hjá Ísafjarðarbæ. Félagsmálanefnd leggur til að farið verði að tillögu mannauðsstjóra og skipuð verði jafnréttisnefnd Ísafjarðarbæjar sem verði falið að vinna að gerð jafnréttisáætlunar fyrir sveitarfélagið. Jafnframt leggur nefndin til að þörfin fyrir sérstaka jafnréttisnefnd verði endurmetin að lokinni gerð jafnréttisáætlunar.



5. Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda. 2008-02-0037


Tekið fyrir áframsent erindi frá fundi bæjarráðs þann 8. september s.l. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi sveitarfélaginu tillögur að stefnumótun í málefnum innflytjenda og óskar jafnframt eftir umsögn um tillögurnar fyrir 15. okt. nk. Sambandið sendi einnig stöðulýsingu í málefnum innflytjenda til frekari upplýsinga. Félagsmálanefnd ákveður að ljúka gerð umsagnar á næsta fundi nefndarinnar.



6. Þjónustuhópur aldraðra. 2006-09-0067


Tekið fyrir bréf Margrétar Geirsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskyldurskrifstofu þar sem hún leggur til að félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar mæli með því við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að Sædís María Jónatansdóttir verði skipuð sem fulltrúi sveitarfélagsins í þjónustuhóp aldraðra í stað sinn stað. Félagsmálanefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að hún skipi Sædísi Maríu í þjónustuhóp aldraðra í stað Margrétar.



7. ?Neyðarkortið? ?Við hjálpum?.


Lagt fram til kynningar ?neyðarkortið? ?Við hjálpum? sem gefið er út af nefnd á vegum Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Kortinu er ætlað að vera þeim til hjálpar sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna ofbeldis á heimilum.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:45.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Ásthildur Gestsdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi.


Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?