Félagsmálanefnd - 316. fundur - 11. júní 2008

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, og Ásthildur Gestsdóttir. Rannveig Þorvaldsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir boðuðu forföll. Kristín Oddsdóttir mætti sem varafulltrúi fyrir Rannveigu Þorvaldsdóttur. Hrefna R. Magnúsdóttir mætti ekki og enginn varamaður fyrir hana. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.Þetta var gert:1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.2. Svæðisráð málefna fatlaðra á Vestfjörðum.


Lagt fram bréf frá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, dagsett 28. janúar s.l. þar sem fram kemur hverjir skipaðir eru í svæðisráð málefna fatlaðra á Vestfjörðum. Skipunin gildir til fjögurra ára með fyrirvara um breytingar á lögum um málefni fatlaðra. Tilnefnd af Fjórðungssambandi Vestfirðinga er Margrét Geirsdóttir og varamaður hennar er Hrefna R. Magnúsdóttir.3. Nefnd um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra. 2008-06-0004


Lagt fram bréf frá Þorgerði Benediktsdóttur dagsett 30. maí s.l. þar sem fram kemur að félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd sem fjalla á um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra. Starfshópur nefndarinnar óskar eftir upplýsingum um félags- og sifjamál er varða þessa foreldrahópa og börn þeirra. Félagsmálanefnd felur starfmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar að svara spurningum starfshópsins.4. Stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar. 2007-12-0001


Unnið að stefnumótun félagsmálanefndar. Starfsmönnum er falið að koma með tillögur fyrir næsta fund.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:25.

Gísli H. Halldórsson, formaður.


Kristín Oddsdóttir.


Ásthildur Gestsdóttir.


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?