Félagsmálanefnd - 315. fundur - 3. júní 2008

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Rannveig Þorvaldsdóttir, Hrefna R. Magnúsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og  Elín Halldóra Friðriksdóttir. Jafnframt sátu fundinn Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.Þetta var gert:1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.2. Sólstafir Vestfjarða.  2008-03-0065.


Lagt fram bréf frá Hörpu Oddbjörnsdóttur fyrir hönd Sólstafa Vestfjarða, móttekið 31. mars s.l., þar sem fram kemur að Sólstafir ætla að halda námskeiðið ,,Verndarar barna? fyrir alla þá sem vinna með börnum í Ísafjarðarbæ. Námskeiðið er ætlað til þess að kenna fullorðnum að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi. Óskað er eftir þátttöku Ísafjarðarbæjar í kostnaði verkefnisins.


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur málefnið mikilvægt og hvetur Skóla- og fjölskylduskrifstofu til að kanna með hvaða hætti hún geti fjármagnað þátttöku starfsmanna sinna í þessum námskeiðum.3. ADHD samtökin.


Lagður fram til kynningar bæklingur frá ADHD samtökunum.4. Landssamtök vistforeldra í sveitum.


Lagt fram til kynningar fréttabréf Landssamtaka vistforeldra í sveitum, 2. tbl. 2008.5. Stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.  2007-12-0001.


Unnið að stefnumótun félagsmálanefndar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:50.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Ásthildur Gestsdóttir.


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.


Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?