Félagsmálanefnd - 305. fundur - 19. febrúar 2008

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Vesturafl, styrkbeiðni.   2007-12-0021


Harpa Guðmundsdóttir iðjuþjálfi kom og kynnti rekstraráætlun Vesturafls fyrir árið 2008. Rætt um starfsemi vesturafls og styrkbeiðni til Ísafjarðarbæjar. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir styrk að upphæð kr. 900.000,- á rekstrarárinu 2008.



2. Trúnaðarmál. 


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



3. Saman hópurinn, styrkbeiðni vegna forvarnarstarfs.  2008-01-0106


Lagt fram bréf frá Saman hópnum, dags. 29. janúar s.l. þar sem óskað er eftir fjárstuðningi frá sveitarfélögum fyrir n.k. rekstrarár. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar hafnar erindinu en leggur áherslu á að styrkja sambærilega starfsemi í heimabyggð.



4. Beiðni um aðstoð vegna lokaverkefnis í þroskaþjálfafræði.  2008-01-0050


Lagt fram til kynningar bréf dagsett 14. janúar 2008 þar sem þroskaþjálfanemar sem vinna að lokaverkefni til B.A. gráðu í þroskaþjálfafræði frá Kennaraháskóla Íslands óska eftir aðstoð við að kynna sér þjónustu við fötluð börn og foreldra þeirra í Ísafjarðarbæ.



5. Fréttabréf Landsamtaka vistforeldra í sveitum.


Lagt fram til kynningar Fréttabréf Landsamtaka vistforeldra í sveitum.



6. Önnur mál.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:50.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.      


Rannveig Þorvaldsdóttir. 


Hrefna R. Magnúsdóttir.    


Ásthildur Gestsdóttir.         


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.    


Margrét Geirsdóttir,  yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?