Félagsmálanefnd - 303. fundur - 5. febrúar 2008

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál. 


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



2. Beiðni Vesturafls um fjárframlag.  2007-12-0021


Lögð fram rekstraráætlun Vesturafls fyrir árið 2008 frá Hörpu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Vesturafls, vegna óskar um fjárframlag til handa Vesturafli.


Félagsmálanefnd frestar afgreiðslu erindisins til næsta reglulega fundar nefndarinnar.



3. Geðvernd barna og unglinga (GBU).  2008-01-0049


Lagt fram til kynningar bréf móttekið 15. janúar 2008 þar sem greint er frá opnun Geðverndar barna og unglinga í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg í Reykjavík. Hjá GBU verður boðið upp á greiningu og meðferðarúrræði og einnig fræðslu og ráðgjöf til foreldra og fagfólks.



4. Allt hefur áhrif, einkum við sjálf.  2004-12-0062.


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar mun líta til verkefnisins ?Allt hefur áhrif?, við yfirstandandi stefnumótunarvinnu félagsmálanefndar.



5. Önnur mál.


Rætt um fyrirkomulag stefnumótunarvinnu félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:50.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.      


Rannveig Þorvaldsdóttir. 


Hrefna R. Magnúsdóttir.    


Ásthildur Gestsdóttir.         


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.    


Margrét Geirsdóttir, yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?