Félagsmálanefnd - 300. fundur - 18. desember 2007

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir.  Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:


1. Trúnaðarmál. 


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



2. Beiðni Stígamóta um fjárframlag. 2007-11-0072


Lagt fram bréf frá Stígamótum, dags. 15. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá sveitarfélögum fyrir n.k. rekstrarár samtakanna. Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun Stígamóta fyrir árið 2008 og kynningarbæklingur.


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar hafnar erindinu, að þessu sinni, á grundvelli þess að hún hyggst huga að sambærilegri starfsemi í heimabyggð.



3. Beiðni Vesturafls um fjárframlag. 2007-12-0021


Lagt fram bréf móttekið 6. desember 2007 frá Hörpu Guðmundsdóttur forstöðumanni Vesturafls þar sem óskað er eftir fjárframlagi til handa Vesturafli að upphæð  kr. 75.000,- á mánuði frá 1. janúar til 31. desember 2008.  Framlag Ísafjarðarbæjar er í dag kr. 50.000,- á mánuði. 


Félagsmálanefnd frestar afgreiðslu erindisins að svo komnu máli og óskar eftir upplýsingum um starfsemi og rekstur á árinu.



4. Ráðstefna Norræna félagsins gegn illri meðferð á börnum.  2007-05-0003.


5. ráðstefna Norræna félagsins gegn illri meðferð á börnum.  Þema ráðstefnunnar er:  Börn og vanræksla. 


Lagt fram til kynningar. 



5. Önnur mál.


A. Íþróttasamband lögreglumanna óskar eftir styrk til þess að sinna umferðafræðslu meðal sex ára barna.  Félagsmálanefnd hafnar erindinu.


B. Umhverfisnefnd óskaði eftir áliti frá félagsmálanefnd vegna gerðar aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.  Félagsmálanefnd vill að unnið verði að því á skipulegan hátt að eldri byggingar Ísafjarðarbæjar verði gerðar aðgengilegar öllum.  Jafnframt að unnið verði skipulega að breytingu gatnakerfis og útivistarsvæða Ísafjarðarbæjar og þau gerð öllum aðgengileg.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:15.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.      


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Hrefna R. Magnúsdóttir.    


Ásthildur Gestsdóttir.         


Sædís María Jónatansdóttir,  ráðgjafi á Skóla- og fjölskylduskrifstofu.     


Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?