Félagsmálanefnd - 296. fundur - 20. nóvember 2007

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Ásthildur Gestsdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Hrefna R. Magnúsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Helga Björk Jóhannsdóttir. Elín Halldóra Friðriksdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Rósamunda Baldursdóttir. Jafnframt sat fundinn Sædís María Jónatansdóttir sem ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



2. Þjónustuhópur aldraðra.


Rætt um þjónustuhóp aldraðra og vinnu þjónustuhópsins við samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar.



3. Stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.


Rætt um vinnu við stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.



4. Önnur mál.


Lagt fram til kynningar Ársskýrsla Öryrkjabandalags Íslands ársins 2006-2007.


Lagt fram til kynningar Fréttabréf ADHD samtakanna.


Lagt fram til kynningar Staðtölur almannatrygginga árið 2006.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:50.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Ásthildur Gestsdóttir.    


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Helga Björk Jóhannsdóttir.  


Rósamunda Baldursdóttir.         


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi á Skóla og fjölskylduskrifstofu.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?