Félagsmálanefnd - 294. fundur - 6. nóvember 2007

Árið 2007, þann 6. nóvember kl. 16:05 kom félagsmálanefnd saman í Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Ásthildur Gestsdóttir, Hrefna R. Magnúsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Jafnframt sat fundinn Sædís María Jónatansdóttir, sem ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:1. Trúnaðarmál. 


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.2. Styrkbeiðni Kvennaathvarfs. 2007-11-0013.


Lagt fram bréf frá Þórlaugu R. Jónsdóttur, rekstrarstjóra Kvennaathvarfs, dagsett í október s.l., þar sem óskað er eftir kr. 200.000,- rekstrarstyrk fyrir komandi starfsár. Umsókninni fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 og ársskýrsla ársins 2006.


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir rekstrarstyrk að upphæð kr. 100.000,-.3. Styrkbeiðni frá Kvennaráðgjöfinni. 2007-10-0094.


Lagt fram bréf frá Sigríði Vilhjálmsdóttur, fyrir hönd Kvennaráðgjafarinnar, dagsett í október s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna rekstrarársins 2008.


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar hafnar beiðni um styrk fyrir Kvennaráðgjöfina að þessu sinni.4. Könnun Jafnréttisstofu. 2007-09-0117.


Lagt fram til kynningar bréf frá Jafnréttisstofu og félagsmálaráðuneytinu varðandi könnun hjá fyrirtækjum og stofnunum um jafnréttisáætlun. Félagsmálanefnd felur starfsmanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu að athuga hvort erindinu hafi verið svarað. Jafnframt einsetur félagsmálanefnd sér að huga að gerð jafnréttisáætlunar í vinnu við stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.5. Stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.


Rætt um fyrirkomulag vinnu við stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar. Félagsmálanefnd ákveður að halda fleiri nefndarfundi fram í desember, vegna stefnumótunar og verða því vikulegir fundir hjá nefndinni.6. Önnur mál.


Rætt um þjónustuhóp aldraðra og vinnu þjónustuhópsins við samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:40.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Ásthildur Gestsdóttir.    


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Hrefna R. Magnúsdóttir.  


Elín H. Friðriksdóttir.         


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi á Skóla og fjölskylduskrifstofu.Er hægt að bæta efnið á síðunni?