Félagsmálanefnd - 291. fundur - 25. september 2007

Mætt voru:  Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Ásthildur Gestsdóttir. Rósamunda Baldursdóttir mætti sem varamaður fyrir Elínu H. Friðriksdóttur. Jafnframt sátu fundinn Sædís María Jónatansdóttir og Anna Valgerður Einarsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Anna Valgerður Einarsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:1. Málefni Gamla Apoteksins.   2007-07-0014.


Rætt um málefni Gamla Apóteksins.  Formaður félagsmálanefndar greindi frá vinnu sem hafin er í samráði við íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar, Hollvinasamtök MÍ, Vá Vest og Rauða krossinn, sem hefur það að markmiði að endurskoða rekstur og hlutverk Gamla Apoteksins.


2. Trúnaðarmál. 


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.3. Fjárhagsaðstoð 2007.


Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð á árinu 2007.4. Málefni Félagsbæjar, Flateyri.    2007-07-0008.


Rætt um málefni Félagsbæjar á Flateyri.  Formaður félagsmálanefndar kynnti stöðu málsins.5. Ársskýrsla Rauða kross Íslands.


Ársskýrsla Rauða kross Íslands lögð fram til kynningar.6. Málefni þjónustuíbúða á Tjörn, Þingeyri.  2007-09-0046.


Rætt um málefni þjónustuíbúða á Tjörn á Þingeyri.  Í bréfi frá Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar dags. 31. ágúst sl., er samningi um þjónustu við Tjörn sagt upp  og tekur uppsögnin gildi 31. desember nk. 


Erindinu frestað til næsta reglulega fundar félagsmálanefndar.Önnur mál.


A.  Umsókn um leyfi til að gerast dagforeldri.  2007-09-0111


Tekin fyrir umsókn frá Aðalheiði Jóhannsdóttur kt. 020280-5819, um leyfi til daggæslu í heimahúsi.  Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leiti að viðkomandi verði veitt leyfið.


 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:40.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Rósamunda Baldursdóttir.   


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Hrefna R. Magnúsdóttir. 


Ásthildur Gestsdóttir.         


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi Skóla- og fjölskylduskr.   


Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi Skóla- og fjölskylduskr.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?