Félagsmálanefnd - 290. fundur - 4. september 2007

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Ásthildur Gestsdóttir. Rósamunda Baldursdóttir mætti sem varamaður fyrir Elínu H. Friðriksdóttur.  Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Sædís María Jónatansdóttir starfsmaður skrifstofunnar.


Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:1. Trúnaðarmál. 


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.2. Málefni Félagsbæjar, Flateyri.    2007-07-0008.


Rætt um málefni Félagsbæjar, Flateyri.  Þar sem samningur Ísafjarðarbæjar við verktaka sem sá um rekstur félagsstarfs aldraðra í húsnæði félags- og menningarmiðstöðvarinnar, Hafnarstræti 11, Flateyri er fallinn úr gildi  er æskilegt að fá álit samstarfsaðila um Félagsbæ á því hvernig rekstri þess skuli háttað og hvort taka beri fleiri rekstrarþætti inn í slíkan samning.  Jafnframt telur nefndin rétt að endurskoða samstarfssamninginn með vísan til 6. gr. hans.3. Gamla Apotekið ? stöðumat í júní 2007.  2007-07-0014.


Rætt um stöðu Gamla Apoteksins.  Félagsmálanefnd leggur til að farið verði í endurskoðun á rekstri og hlutverki Gamla Apoteksins.  Nefndin felur starfsmanni að óska eftir viðræðum við fulltrúa frá Hollvinasamtökum MÍ, Vá-Vest og Rauða krossinum að höfðu samráði við Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar.4. Reglur Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar.


Rætt um drög að nýjum reglum um veitingu fjárhagsaðstoðar í Ísafjarðarbæ.  Félagsmálanefnd leggur til við Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að þær verði samþykktar.5. Önnur mál.


A.   Rætt um öryggiskerfið á Hlíf.  Félagsmálanefnd samþykkir að fram fari endurskoðun á öryggiskerfinu.


 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:08.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Rósamunda Baldursdóttir   


Rannveig Þorvaldsdóttir


Hrefna R. Magnúsdóttir


Ásthildur Gestsdóttir.         


Margrét Geirsdóttir, forstöðum.  Skóla- og fjölsk.skr.    


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi Skóla- og fjölskylduskr.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?