Félagsmálanefnd - 289. fundur - 21. ágúst 2007

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir.  Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Sædís María Jónatansdóttir starfsmaður skrifstofunnar.


Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:1. Trúnaðarmál. 


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.2. Málefni Félagsbæjar, Flateyri.    2007-07-0008.


Rætt um málefni Félagsbæjar, Flateyri.  Sigríður Magnúsdóttir sagði upp verktakasamningi þeim sem gerður var við hana og fellur hann úr gildi þann 1. september næstkomandi.  Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar. 3. Styrkbeiðni frá Fræðsluvefnum Tákn með tali.


Lagt fram bréf dags. 26. júní 2007 þar sem Tákn með tali óskar eftir styrk til þróunar á fræðsluvefnum tmt.is en hann er fyrir börn með mál- og talörðugleika og aðstandendur þeirra.


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir að veita fræðsluvefnum Tákn með tali kr. 20.000,- styrk.4. Forvarnardagurinn Taktu þátt!


Lagður fram til kynningar bæklingur þar sem dregnar eru saman niðurstöður könnunar sem gerð var á forvarnardeginum Taktu þátt! Þann 28. september 2006.  Könnunin var gerð með það að leiðarljósi m.a. að fá fram skoðanir og hugmyndir ungmenna um forvarnir.5. Reglur Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar.


Lögð fram drög að nýjum reglum Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar.  Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.6. Önnur mál.


A. Gamla Apotekið. ? Stöðumat í júní 2007.   2007-07-0014.


Erindi frá bæjarráði af fundi þess þann 9. júlí 2007 þar sem lagt var fram bréf frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur dags. 5. júlí 2007 en þar leggur hún til að rekstri Ungmennahússins í Gamla Apotekinu verði hætt.  Bæjarráð vísar bréfi Ingibjargar Maríu til umsagnar í félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd. Umræður um málefni Gamla Apóteksins og málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.


 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:47.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Elín Halldóra Friðriksdóttir      


Rannveig Þorvaldsdóttir.    


Hrefna R. Magnúsdóttir.    


Ásthildur Gestsdóttir.         


Margrét Geirsdóttir, Skóla- og fjölsk.skr.Er hægt að bæta efnið á síðunni?