Félagsmálanefnd - 285. fundur - 29. maí 2007

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Margrét Geirsdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.


 


 Þetta var gert:1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.2. Staða mála á Flateyri.


Hrefna R. Magnúsdóttir og Margrét Geirsdóttir greindu frá fundi sem bæjarstjóri boðaði til vegna stöðu mála á Flateyri. Niðurstaða þess fundar var að skipað var teymi þriggja stofnana, Vinnumálastofnunar, Verk-Vest og Fjölmenningarseturs.


Félagsmálanefnd lýsir sig reiðubúna til að taka þátt í hverri þeirri vinnu sem framundan er vegna málsins til þess að greiða úr málum fyrir þá sem hafa orðið fyrir atvinnumissi og felur starfsmanni að koma á framfæri upplýsingum um félagsleg réttindi eftir því sem við á.


Margrét Geirsdóttir vék af fundi  kl. 13:30. 3. Starf forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Farið yfir umsóknir um stöðu yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Umsækjendur voru fjórir Freydís Jóna Freysteinsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Pétur Björnsson og Unnar Reynisson. Freydís Jóna Freysteinsdóttir hefur dregið umsókn sína til baka vegna starfa annars staðar.


Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að Margrét Geirsdóttir verði ráðin í stöðu yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 13:45.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Rannveig Þorvaldsdóttir.    


Hrefna R. Magnúsdóttir. 


Ásthildur Gestsdóttir.       


Elín Halldóra Friðriksdóttir.     


Ingibjörg María Guðmundsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?