Félagsmálanefnd - 283. fundur - 17. apríl 2007

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Ásthildur Gestsdóttir.  Elín Halldóra Friðriksdóttir boðaði forföll og mætti Rósamunda Baldursdóttir í hennar stað.  Jafnframt sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Margrét Geirsdóttir, ráðgjafi á Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.


Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



2. Tilnefning fulltrúa á landsfund jafnréttisnefnda.


Landsfundur jafnréttisnefnda verður haldinn í Fjarðabyggð dagana 4. og 5. júní n.k.  


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir að Rannveig Þorvaldsdóttir verði fulltrúi nefndarinnar á landsfundinum.



3. Reglur Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar.


Fram haldið vinnu nefndarinnar við endurskoðun reglna um veitingu fjárhagsaðstoðar.


 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl.17:35.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Rósamunda Baldursdóttir.     


Rannveig Þorvaldsdóttir.    


Hrefna R. Magnúsdóttir.    


Ásthildur Gestsdóttir.         


Ingibjörg María Guðmundsdóttir,  forstm. Skóla- og fjölskylduskrifstofu.    


Margrét Geirsdóttir,  ráðgjafi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?